Grunnskólinn Hellu

Jól í skókassa: heimsókn frá Úkrainu

Við fengum heimsókn frá Úkraínu í tengslum við verkefnið ,,jól í skókassa".

Við höfum tekið þátt í 13 ár og hefur Þórhalla Þráinsdóttir séð um það frá upphafi.

Gestirnir okkar kynntu verkefnið fyrir öllum nemendum skólans ásamt Þórhöllu.

Þórhalla mun taka á móti jólaskókössum dagana 9.-10. nóvember í skólanum. 

Sjá http://www.kfum.is/skokassar/.

 Gestirnir okkar með yngstu nemendunum.

Unglingarnir okkar með gestunum frá Úkraínu.

Orðaflaumur 3 Samstarf Grsk Hellu og Heklukots

Orðaflaumur er samstarfsverkefni sem Grunnskólinn Hellu og Leikskólinn Heklukot ætla að vinna með nemendum sínum í vetur.  Tilgangur þess er að auðga orðaforða nemenda og efla lesskilning. Í hverri viku verða fjögur orð tekin fyrir og taka kennarar og starfsfólk skólanna þátt í að nota þessi orð, bæði munnlega og skriflega.  Flest orðin eiga það sameiginlegt að heyrast ekki oft í daglegu tali en eru algeng í lesmáli og einkenna tal þroskaðra málnotenda. Skólarnir hvetja alla til að taka þátt í þessu verkefni með þeim.

 

Bangsadagur 2017

Alþjóðlegi bangsadagurinn var í síðustu viku og bangsar komu með nemendum yngsta stigs í skólann.

Fleiri myndir á fb síðu skólans.

  •  Start 
  •  Prev 
  •  Next 
  •  End 

Page 1 of 5

Go to top