Stefna skólans

Lestrarstefnan

Stefna Grunnskólans á Hellu varðandi læsi

 • Lestur og skilningur á rituðu máli eru grunnþættir í allri menntun. Skólinn leggur því mikla rækt við lestrarkennslu nemenda á öllum aldursstigum.
 • Allir foreldrar barna í 1. bekk mæti á námskeið að hausti um lestrarkennslu og lestrarþjálfun. 
 • Auk almenns lesturs á námsefni, er yndislestur hluti af daglegum skóladegi nemenda.
 • Lestrarkennsluefni er valið í samræmi við lestrargetu og áhuga hvers og eins.
 • Allir nemendur skulu lesa heima a.m.k. 10-15 mínútur á dag, fyrir einhvern fullorðinn, sem kvittar fyrir lestrinum.
 • Bókasafn skólans gegnir lykilhlutverki varðandi aðgang nemenda að fræði- skemmti- og fagurbókmenntum.
 • Árlega er unnið með íslenskt mál á fjölbreyttan hátt í tengslum við Dag íslenskrar tungu.
 • Árlega er tímabundið lestrarátak í öllum bekkjum í viðbót við hefðbundið lestrarnám.
 • Á hverju skólaári er leitast við að fá rithöfund í heimsókn til kynningar á verkum sínum til að efla lestraráhuga nemenda.
 • Skólinn fagnar degi barnabókarinnar í byrjun apríl með þátttöku í verkefni IBBY á Íslandi.
 • Við annaskil er framkvæmt mat á lestrarfærni (lestrarhraða og lesskilningi) allra nemenda. 
 • Skólinn leggur áherslu á að mæta hverjum nemenda þar sem hann er staddur í lestrarferlinu. Ef um erfiðleika er að ræða er leitað til sérfræðinga Skólaþjónustu Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu.


Lestrarviðmið fyrir nemendur að vori

Viðmiðin byggja á meðaltalseinkunnum nemenda skólans á árunum 2006 – 2015. Þau eru heldur lægri en í flestum öðrum skólum, þar sem algeng viðmið eru 200 atkvæði við lok 4. bekkjar. Þegar meðaltal skólans er skoðað verður að hafa samsetningu nemendahópsins í huga en fjórðungur hans býr við virkt tvítyngi. Viðmiðin eru endurskoðuð árlega og stefnum við hærra. Lestrarþjálfun er sameiginlegt verkefni skóla og heimilis alla skólagöngu hvers barns.

 1. bekkur:   30 – 50 atkvæði á mínútu   =   2,0 - 3,0
 2. bekkur:   80 – 110 atkvæði á mínútu =   4,0 – 5,0
 3. bekkur:   110 – 140 atkvæði á mínútu = 5,0 – 6,0
 4. bekkur:   140 – 170 atkvæði á mínútu = 6,0 – 7,0
 5. bekkur:   170 – 200 atkvæði á mínútu = 7,0 – 8,0
 6. bekkur:   200 – 215 atkvæði á mínútu = 8,0 – 8,5
 7. bekkur:   215 – 230 atkvæði á mínútu = 8,5 – 9,0
 8. bekkur:   230 – 265 atkvæði á mínútu = 9,0 – 9,5
 9. bekkur:   265 – 300 atkvæði á mínútu = 9,5 – 10,0
 10. bekkur:   300< atkvæði á mínútu         = 10,0 Talið er að nemendur þurfi að lesa a.m.k 300 atkv. á mín. til að ráða við námsefni framhaldsskóla.       
  Miðað er við að a.m.k. 70% hvers árgangs nái viðmiðunum

Matstæki

Bekkur

Nóvember

Febrúar

Maí

       

Lestrarhraði

Lestrarkönnun 1

Lestrarkönnun 2

Leið til læsis A-1: Lesfimi og sjónrænn orðaforði

Lesskilningur

Læsi f. 1.b. 1. hefti

Læsi f.1.b. 2. hefti

Læsi f.1.b.  3. hefti

       

Lestrarhraði

Raddlestrarpróf Margrétar Þ. f. 2.b.

Leið til læsis B-1: Lesfimi og sjónrænn orðaforði

Leið til læsis B-2: Lesfimi og sjónrænn orðaforði

Lesskilningur

Lestur-lestrargrein./

Lesskilningspr. V&Þ

Læsi f. 2.b. 1. hefti

Læsi f.2.b. 2. hefti

       

Lestrarhraði

Raddlestrarpróf Margrétar Þ. f. 3.b.

Leið til læsis C-1: Lesfimi og sjónrænn orðaforði

Leið til læsis C-2: Lesfimi og sjónrænn orðaforði

Lesskilningur

Orðarún 3.b. 1.próf.

Orðarún 3.b. 2.próf

Gömul samr.pr. f. 4.b.

       

Lestrarhraði

Raddlestrarpróf Margrétar Þ. f. 4.b.

Leið til læsis D-1: Lesfimi og sjónrænn orðaforði

Leið til læsis D-2: Lesfimi

Lesskilningur

Lesskilningspr. MMS 4.b.

Orðarún 4.b. 1.próf

Orðarún 4.b. 2.próf

 1. bekkur
  1. bekkur
     

Lestrarhraði

Lesfimistöðupr. 1, 5.b

Lesfimistöðupr. 2, 5.b

Raddlestrarpróf Margrétar Þ. f. 5.b.

Lesskilningur

Lesskilningspr. MMS 5.b.

Orðarún 5.b. 1.próf

Orðarún 5.b. 2.próf

       

Lestrarhraði

Lesfimistöðupr. 1, 6.b

Lesfimistöðupr. 2, 6.b.

Raddlestrarpróf Margrétar Þ. f. 5.b.

Lesskilningur

Lesskilningspr. MMS 6.b.

Orðarún 6.b. 1.próf

Orðarún 6.b. 2.próf

       

Lestrarhraði

Lesfimistöðupr. 1, 7.b

Lesfimistöðupr. 2, 7.b.

Raddlestrarpróf Margrétar Þ. f. 5.b.

Lesskilningur

Lesskilningspr. MMS 7.b.

Orðarún 7.b. 1.próf

Orðarún 7.b. 2.próf

       

Lestrarhraði

Lesfimistöðupr. 1, 8.b

Lesfimistöðupr. 2, 8.b.

Raddlestrarpróf Margrétar Þ. f. 5.b.

Lesskilningur

Lesskilningspr. MMS 8.b.

Orðarún 8.b. 1.próf

Orðarún 8.b. 2.próf

9.  bekkur

     

Lestrarhraði

Lesfimistöðupr. 1, 9.b

Lesfimistöðupr. 2, 9.b.

Raddlestrarpróf Margrétar Þ. f. 5.b.

Lesskilningur

Lesskilningspr. MMS 9.b.

Gömul samr.pr. f. 10.b.

Gömul samr.pr. f. 10.b.

10. bekkur

     

Lestrarhraði

Lesfimistöðupr. 1, 10.b

Lesfimistöðupr. 2, 10.b.

Raddlestrarpróf Margrétar Þ. f. 5.b.

Lesskilningur

Lesskilningspr MMS 10.b

Gömul samr.pr. f. 10.b.

Gömul samr.pr. f. 10.b.Auk þessa eru eftirfarandi skimunarpróf lögð fyrir:

1. bekkur, október: Leið til læsis.

3. bekkur,  apríl: Hluti af LOGOS prófi.

6. bekkur, janúar: Hluti af LOGOS prófi.

9. bekkur, sept./okt. GRP-14.

Þeir nemendur 1. bekkjar sem koma illa út úr Leið til læsis fara í einstaklingsmat hjá sérkennara þar sem prófið Hljóðfærni er lagt fyrir. 

Niðurstöður samræmdra prófa í íslensku í 4. 7. og 10. bekk skoðaðar vel og unnið út frá niðurstöðum fyrir hvern og einn.

Go to top