Stefna Grunnskólans á Hellu varðandi læsi
- Lestur og skilningur á rituðu máli eru grunnþættir í allri menntun. Skólinn leggur því mikla rækt við lestrarkennslu nemenda á öllum aldursstigum.
- Allir foreldrar barna í 1. bekk mæti á námskeið að hausti um lestrarkennslu og lestrarþjálfun.
- Auk almenns lesturs á námsefni, er yndislestur hluti af daglegum skóladegi nemenda.
- Lestrarkennsluefni er valið í samræmi við lestrargetu og áhuga hvers og eins.
- Allir nemendur skulu lesa heima a.m.k. 10-15 mínútur á dag, fyrir einhvern fullorðinn, sem kvittar fyrir lestrinum.
- Bókasafn skólans gegnir lykilhlutverki varðandi aðgang nemenda að fræði- skemmti- og fagurbókmenntum.
- Árlega er unnið með íslenskt mál á fjölbreyttan hátt í tengslum við Dag íslenskrar tungu.
- Árlega er tímabundið lestrarátak í öllum bekkjum í viðbót við hefðbundið lestrarnám.
- Á hverju skólaári er leitast við að fá rithöfund í heimsókn til kynningar á verkum sínum til að efla lestraráhuga nemenda.
- Skólinn fagnar degi barnabókarinnar í byrjun apríl með þátttöku í verkefni IBBY á Íslandi.
- Við annaskil er framkvæmt mat á lestrarfærni (lestrarhraða og lesskilningi) allra nemenda.
- Skólinn leggur áherslu á að mæta hverjum nemenda þar sem hann er staddur í lestrarferlinu. Ef um erfiðleika er að ræða er leitað til sérfræðinga Skólaþjónustu Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu.
Lestrarviðmið fyrir nemendur að vori
Viðmiðin byggja á meðaltalseinkunnum nemenda skólans á árunum 2006 – 2015. Þau eru heldur lægri en í flestum öðrum skólum, þar sem algeng viðmið eru 200 atkvæði við lok 4. bekkjar. Þegar meðaltal skólans er skoðað verður að hafa samsetningu nemendahópsins í huga en fjórðungur hans býr við virkt tvítyngi. Viðmiðin eru endurskoðuð árlega og stefnum við hærra. Lestrarþjálfun er sameiginlegt verkefni skóla og heimilis alla skólagöngu hvers barns.
- bekkur: 30 – 50 atkvæði á mínútu = 2,0 - 3,0
- bekkur: 80 – 110 atkvæði á mínútu = 4,0 – 5,0
- bekkur: 110 – 140 atkvæði á mínútu = 5,0 – 6,0
- bekkur: 140 – 170 atkvæði á mínútu = 6,0 – 7,0
- bekkur: 170 – 200 atkvæði á mínútu = 7,0 – 8,0
- bekkur: 200 – 215 atkvæði á mínútu = 8,0 – 8,5
- bekkur: 215 – 230 atkvæði á mínútu = 8,5 – 9,0
- bekkur: 230 – 265 atkvæði á mínútu = 9,0 – 9,5
- bekkur: 265 – 300 atkvæði á mínútu = 9,5 – 10,0
- bekkur: 300< atkvæði á mínútu = 10,0 Talið er að nemendur þurfi að lesa a.m.k 300 atkv. á mín. til að ráða við námsefni framhaldsskóla.
Miðað er við að a.m.k. 70% hvers árgangs nái viðmiðunum
Matstæki
Bekkur |
Nóvember |
Febrúar |
Maí |
Lestrarhraði |
Lestrarkönnun 1 |
Lestrarkönnun 2 |
Leið til læsis A-1: Lesfimi og sjónrænn orðaforði |
Lesskilningur |
Læsi f. 1.b. 1. hefti |
Læsi f.1.b. 2. hefti |
Læsi f.1.b. 3. hefti |
Lestrarhraði |
Raddlestrarpróf Margrétar Þ. f. 2.b. |
Leið til læsis B-1: Lesfimi og sjónrænn orðaforði |
Leið til læsis B-2: Lesfimi og sjónrænn orðaforði |
Lesskilningur |
Lestur-lestrargrein./ Lesskilningspr. V&Þ |
Læsi f. 2.b. 1. hefti |
Læsi f.2.b. 2. hefti |
Lestrarhraði |
Raddlestrarpróf Margrétar Þ. f. 3.b. |
Leið til læsis C-1: Lesfimi og sjónrænn orðaforði |
Leið til læsis C-2: Lesfimi og sjónrænn orðaforði |
Lesskilningur |
Orðarún 3.b. 1.próf. |
Orðarún 3.b. 2.próf |
Gömul samr.pr. f. 4.b. |
Lestrarhraði |
Raddlestrarpróf Margrétar Þ. f. 4.b. |
Leið til læsis D-1: Lesfimi og sjónrænn orðaforði |
Leið til læsis D-2: Lesfimi |
Lesskilningur |
Lesskilningspr. MMS 4.b. |
Orðarún 4.b. 1.próf |
Orðarún 4.b. 2.próf |
|
|||
Lestrarhraði |
Lesfimistöðupr. 1, 5.b |
Lesfimistöðupr. 2, 5.b |
Raddlestrarpróf Margrétar Þ. f. 5.b. |
Lesskilningur |
Lesskilningspr. MMS 5.b. |
Orðarún 5.b. 1.próf |
Orðarún 5.b. 2.próf |
Lestrarhraði |
Lesfimistöðupr. 1, 6.b |
Lesfimistöðupr. 2, 6.b. |
Raddlestrarpróf Margrétar Þ. f. 5.b. |
Lesskilningur |
Lesskilningspr. MMS 6.b. |
Orðarún 6.b. 1.próf |
Orðarún 6.b. 2.próf |
Lestrarhraði |
Lesfimistöðupr. 1, 7.b |
Lesfimistöðupr. 2, 7.b. |
Raddlestrarpróf Margrétar Þ. f. 5.b. |
Lesskilningur |
Lesskilningspr. MMS 7.b. |
Orðarún 7.b. 1.próf |
Orðarún 7.b. 2.próf |
Lestrarhraði |
Lesfimistöðupr. 1, 8.b |
Lesfimistöðupr. 2, 8.b. |
Raddlestrarpróf Margrétar Þ. f. 5.b. |
Lesskilningur |
Lesskilningspr. MMS 8.b. |
Orðarún 8.b. 1.próf |
Orðarún 8.b. 2.próf |
9. bekkur |
|||
Lestrarhraði |
Lesfimistöðupr. 1, 9.b |
Lesfimistöðupr. 2, 9.b. |
Raddlestrarpróf Margrétar Þ. f. 5.b. |
Lesskilningur |
Lesskilningspr. MMS 9.b. |
Gömul samr.pr. f. 10.b. |
Gömul samr.pr. f. 10.b. |
10. bekkur |
|||
Lestrarhraði |
Lesfimistöðupr. 1, 10.b |
Lesfimistöðupr. 2, 10.b. |
Raddlestrarpróf Margrétar Þ. f. 5.b. |
Lesskilningur |
Lesskilningspr MMS 10.b |
Gömul samr.pr. f. 10.b. |
Gömul samr.pr. f. 10.b. |
Auk þessa eru eftirfarandi skimunarpróf lögð fyrir:
1. bekkur, október: Leið til læsis.
3. bekkur, apríl: Hluti af LOGOS prófi.
6. bekkur, janúar: Hluti af LOGOS prófi.
9. bekkur, sept./okt. GRP-14.
Þeir nemendur 1. bekkjar sem koma illa út úr Leið til læsis fara í einstaklingsmat hjá sérkennara þar sem prófið Hljóðfærni er lagt fyrir.
Niðurstöður samræmdra prófa í íslensku í 4. 7. og 10. bekk skoðaðar vel og unnið út frá niðurstöðum fyrir hvern og einn.