Grunnskólinn Hellu

Haustferð unglinga 2017

Glæsilegur hópur unglingastigs skólans fór í tveggja daga Þórsmerkurferð sem tókst með ágætum.  Kosið var í nemendaráð skólans í ferðinni og eftirtaldir voru kosnir; Gunnar Páll, Birkir Hreimur, Joshua Andrew, Þröstur Fannar, Anna Margrét, María Björg og Helga Brynja.

 

Alþjóðadagur læsis / bókasafnsdagur

8. september var alþjóðadagur læsis og bókasafnsdagurinn. Nemendur og starfsfólk skólans hélt upp á það með því að lesa í 15 mínútur í síðasta tíma dagsins. Allir fengu bókamerki að gjöf frá bókasafninu.
Á myndunum má sjá nemendur 2. bekkjar niðursokkna í bækurnar.

 

Stóra upplestrarkeppnin 2017

Page 4 of 5

Go to top