Grunnskólinn Hellu

List fyrir alla 2017

List fyrir alla í heimsókn hjá 1.-4.bekk. Sýnd var barnaóperan Björt í Sumarhúsum. Við þökkum þeim kærlega fyrir komuna.

Jól í skókassa 2017

Eins og undanfarin ár mun Þórhalla sjá um verkefnið JÓL Í SKÓKASSA. Hún mun taka við kössum í skólanum 9. nóv. og til hádegis 10. nóv.

Miðvikudag 1. nóv. Munu krakkarnir á elsta stigi fá kynningu á verkefninu í félagsmiðstöðinni og munu ungmenni frá Úkraínu m.a. sjá um kynninguna. Þá mun sama kynning verða fyrir yngsta- og miðstig í skólanum daginn eftir.

Meðfylgjandi er myndskeið frá afhendingu jólakassa sl. jól og þar má m.a. já okkar manneskju bregða fyrir.

https://www.youtube.com/watch?v=SCtNYtJMb4I&sns=em

 

 

Nóg að gera í textílvalinu. Þær voru að ganga frá jólakössunum fyrir Jól í skókassa verkefnið. Kassarnir verða svo afhentir ungmennum frá Úkraínu næsta fimmtudag 

 

Grænmetisborð

Nýtt og glæsilegt grænmetisborð var tekið í notkun í skólanum okkar nýlega. Borðið er til mikillar hagræðingar gerir alla umgengni og geymslu grænmetisins mun betri. Á myndinni má sjá Þórhildi Lottu í 4. bekk og ekki annað að sjá en að hún sé ánægð með þetta allt saman.

Gróðursetning

Frábær dagur,  rúmlega 400 plöntur settar niður í Melaskóg. Krakkarnir hrikalega dugleg og sérfræðingar í gróðursetningu.

Page 2 of 5

Go to top