Orðaflaumur er samstarfsverkefni sem Grunnskólinn Hellu og Leikskólinn Heklukot ætla að vinna með nemendum sínum í vetur.  Tilgangur þess er að auðga orðaforða nemenda og efla lesskilning. Í hverri viku verða fjögur orð tekin fyrir og taka kennarar og starfsfólk skólanna þátt í að nota þessi orð, bæði munnlega og skriflega.  Flest orðin eiga það sameiginlegt að heyrast ekki oft í daglegu tali en eru algeng í lesmáli og einkenna tal þroskaðra málnotenda. Skólarnir hvetja alla til að taka þátt í þessu verkefni með þeim.

 

Go to top