Nemendur 7. bekkjar hafa æft sig stíft fyrir Stóru upplestrarkeppnina sem haldin verður á Hótel Kötlu fimmtudaginn 5. apríl. Okkar keppni var í dag og áttu dómarar í erfiðleikum með að velja 2 keppendur og 1 varamann sem fulltrúa bekkjarins í keppnina í Vík. Úrslit liggja fyrir og fulltrúar okkar eru Svava, Ásbjörn Óli og Gunnar sem varamaður. Óskum við þeim til hamingju og vegni þeim vel í framhaldinu

 

Go to top