Þann 15.febrúar sl. sendu eldri nemendur Grænfánanefndar póst til allra foreldra og starfsmanna Grunnskólans á Hellu til að segja frá verkefninu Sole-hope sem nefndin hefur ákveðið að vinna sem hluta af Lýðheilsuverkefni sem er þema skólans í grænfánaverkefninu í ár.

Kæru foreldrar, forráðamenn og starfsmenn
Okkur í Grænfánanefnd Grunnskólans á Hellu langar til þess að fara í verkefni með samtökum sem heita Sole Hope og framleiða skó úr gallaefni fyrir börn í Úganda þar sem flest hver eiga ekki skó og eru mörg illa farin af skordýrabitum. Þemað okkar í ár er lýðheilsa og finnst okkur þetta passa mjög vel inn í þá hugsun. Þar af leiðandi vantar okkur alls kyns flíkur úr gallaefni (gallabuxur, gallaskyrtur, gallakjóla og annað gallaefni) og ef þið lumið á þannig flíkum sem ekki eru lengur í notkun, þá þiggjum við þær með þökkum svo við getum útbúið skó og sent út til þeirra.
Fyrir hönd Grænafánanefndarinnar
Heiðar Óli, Natthapong, Lena Ósk, Sigrún Arna og Sigurbjörn“

Nú erum við farin að horfa til dagsetninga/tímasetninga þar sem við fengjum samfélagið með okkur í lið til að gera þetta að veruleika. Dagsetningarnar og tímasetningarnar eru 8. og 9. maí milli kl. 16:00 og 19:00 í skólanum.

Til þess að þetta geti orðið að veruleika verðum við auk margra hjálparhanda að fá gamlar gallabuxur og tveggja lítra plastflöskur til að geta klippt niður efni í skóna. Best er að plastflöskurnar séu sléttar þ.e. ekki kókflöskur.

Fh. Grænfánanefndar Inga og Hanna Valdís

 

Go to top