Fornleifaskóli unga fólksins

 

Hliðarverkefni Oddarannsóknarinnar er stofnun Fornleifaskóla unga fólksins í samstarfi við Fornminjastofnun og skólastofnanir í héraði. Uppbyggingarsjóður Suðurlands styrkir verkefnið en gaman er að segja frá því að stærsti menningarstyrkur uthlutunar sjóðsins í nóvember 2017 rennur til verkefnisins.

Markmið verkefnisins er að vinna að því að efla menningarstarf barna og ungs fólks á aldrinum 14-25 ára. Fornleifaskóla unga fólksins er ætlað að vekja athygli barna og ungs fólks á menningararfi svæðisins. 

Hér má sjá nemendur 7. bekkjar í Grunnskólanum Hellu  við fornleifauppgröft í Odda og fannst öllum þetta verkefni mjög skemmtilegt og fróðlegt.

 

Go to top