Námsmat

Í 27. gr. grunnskólalaga frá 12 júní 2008 segir m.a.:
Mat á árangri og framförum nemenda er reglubundinn þáttur í skólastarfi. Tilgangur þess er að fylgjast með því hvernig nemendum tekst að mæta markmiðum aðalnámskrár og ná námsmarkmiðum sínum, örva nemendur til framfara og meta hverjir þurfa á sérstakri aðstoð
að halda. Nánari ákvæði um námsmat skulu sett í aðalnámskrá grunnskóla.

Kennarar Grunnskólans á Hellu eru að framkvæma námsmat meira og minna í allri sinni kennslu og í öllum samskiptum sínum við nemendur og nemendahópa.  Námsmatið fer m.a. fram með beinum hætti þ.e. með því að leggja mat á ástundun nemenda og með yfirferð verkefna og prófa.  Segja má að námsmat fari fram í nánast öllum daglegum samskiptum kennarans við nemandann.  Í slíkum samskiptum metur kennarinn hvort og hvernig nemandinn hefur öðlast kunnáttu, skilning og leikni.  Einnig metur kennarinn viðhorf, vinnubrögð, vinnusemi, sjálfstæði og tjáningarmáta nemandans.  Kennarar meta nemendur með námsörðugleika með hefðbundnum hætti, auk þess sem stuðst er við sérstök þar til gerð próf.  Kennarar skólans færa niðurstöður námsmats inn í  “Mentor” sem er miðlægt forrit sem sérstaklega er ætlað að halda utan um ferilskrá nemenda.  Foreldrar geta fylgst með framgöngu barna sinna með tengingu við Mentor.  Aðgangsorð að Mentor fá foreldrar hjá skólastjórnendum.

Gefnar eru einkunni/umsagnir í öllum námsgreinum á haust-, mið- og vorönn.  Einkunnir fyrir val-, list- og verkgreinar sem kenndar eru hluta af skólaárinu skulu koma fram á einkunnablaði nemenda að vori.

Einkunnagjöf í flestum greinum er í tölum frá 1 til 10 en í sumum greinum er gefið í bókstöfum A-D skv. Aðalnámskrá.

10. bekkur útskrifast með einkunnir í bókstöfum A-D.

Námsmat lykilhæfni má nálgast hér

Samræmd könnunarpróf í íslensku og stærðfræði eru árlega lögð fyrir samtímis í öllum 4. og 7. bekkjum grunnskóla.  Í 10. bekk  eru lögð fyrir samræmd könnunarpróf í þremur námsgreinum sem menntamálaráðherra ákveður (íslensku, stærðfræði og ensku).   Samræmdu könnunarprófin eru lögð fyrir umrædda bekki á haustinn.  Námsmatsstofnun annast prófagerð og námsmat samræmdu prófanna.    Innritun í framhaldsskóla tekur mið af frammistöðu nemenda við lok grunnskóla. (Sjá reglugerð um innritun nemenda í framhaldsskóla.)

Námsmat í íþróttum og sundi má nálgast hér

 

Reglur um fjarnám í framhaldsskólaáföngum samhliða öðru námi í 10.bekk:

Reglur um fjarnám í 10.b.


  
 


Go to top