19. fundur skólaráðs Grunnskólans á Hellu 9. maí 2016 kl. 15


Mætt voru: Sigurgeir Guðmundsson skólastjóri, Hjördís Pétursdóttir og Valgerður Sigurðardóttir fulltrúar kennara, Emilía Sturludóttir og Rósa Hlín Óskarsdóttir fulltrúar foreldra, Dýrfinna Ósk Sigvarðsdóttir fulltrúi annarra starfsmanna, Kormákur Atli Unnþórsson 10.b. og Birta Númadóttir 9.b. fulltrúar nemenda og Hafdís Garðarsdóttir aðstoðarskólastjóri sem ritaði fundargerð.

Berglind Kristinsdóttir fulltrúi grenndarsamfélags boðaði forföll.

1) Málefni nemenda. Umræður um nýafstaðna vorhátíð. Meðal þess sem koma fram var að hátíðin hefði verið verið mjög glæsileg og það hefði komið vel út að taka eitt verk sem allir bekkir tóku þátt í. Það var prófað í fysta skipti að hafa nemendur ekki í salnum á meðan á sýningunni stóð. Það voru skiptar skoðanir um það. Sumir söknuðu þess að hafa börnin ekki í salnum og sögðu aldrei hafa orðið vör við truflun af nemendum skólans en bara af yngri börnum. Öðrum finnst það ákveðið uppeldi fyrir krakkana að þau geri þetta á þeim forsendum að þau séu gestgjafar. Einnig skiptar skoðanir meðal þeirra sem biður upp í skóla og komu bara niður í sal til að sýna. Sumum fannst þeir missa af hátíðinni en aðrir voru sáttir við að bíða uppi. Það var mjög jákvætt að fá sviðið niður fyrr því börnin fengu fleiri æfingar á sviði.
Í morgun voru tilraunakeyrð rafræn samræmd próf fyrir MMS til að prófa hvernig tölvukerfið virkar. Prófið skiptist í þrjá enskuhluta, einn stærðfræðihluta og könnun um hvernig nemendum fannst að taka prófið.
10. bekkur fer norður í Skagafjörð í útskriftarferð 24.-26.maí. Skólaslit verða 3. júní kl. 10.  Rósa Hlín sagði að sem móðir tveggja nemenda á unglingastigi finnist henni félagslífið mjög fjölbreytt bæði í skólanum og félagsmiðstöðinni. Fulltrúar nemenda tóku undir þá skoðun hennar.
Sigurgeir sagði að það væri í skoðun að breyta fyrirkomulaginu á nemendaráðinu þannig að seta í því verði valgrein. Þannig er það í sumum skólum.

2) Breytingar á starfsmannahaldi. Eydís fer í árs fæðingarorlof og Valgerður í launalaust leyfi. Hildur og Þórhalla hætta. Búið að auglýsa og komnar nokkrar umsóknir. Það er skortur á húsnæði fyrir nýja kennara.

3) Siðareglur kennara. Sent til kynningar frá KÍ. Sigurgeir fór yfir reglurnar. Slóðin að þeim er:

file:///C:/Users/hafdisg.HELLA/Downloads/Si%C3%B0areglur%20kennara%20-%20gl%C3%A6rur.pdf

4) Húsnæðismál skólans. Það væri frábært að hafa sal til þess að þurfa ekki að vera stöðugt að fá afnot af íþróttahúsinu vegna hátíða. Það var verið að mála hluta af skólahúsinu að utan í síðustu viku, það er hluti af framkvæmdumsíðasta árs en það náðist ekki að gera það fyrir veturinn.  Það stendur til að gera bílaplan í sumar fyrir 30 bíla við endann á Útskálunum, sem munu nýtast starfsmönnum skólans og gestum íþróttahússins, sérstaklega á sumrin. Jafnframt á að laga tröppurnar við kennarainnganginn og mögulega lækka stéttina fyrir framan gluggana á textílstofunni.

Önnur mál

Rósa Hlín spurði hvort hægt sé að taka aftur upp 170 daga skólaár. Myndi gjarnan vilja að könnun yrði lögð fyrir foreldra til að athuga viðhorf foreldra til styttingar. Skóladagatalið verður tekið formlega fyrir á næsta fræðslunefndarfundi. Það miðast við 180 daga en ef fræðslunefndin tekur ákvörðun um að stytta skólaárið myndum við framfylgja þeirri ákvörðun.

Í síðustu viku voru fest upp listaverk, sem tengjast Sæmundi fróða, á suðurhlið sparkvallarins. Verkin voru unnin af unglingum í handlistarvali og nemendum 5. bekkjar undir stjórn Þórhöllu kennara.

Fulltrúar Landverndar búnir að tilkynna að við höfum staðist fjórðu úttektina vegna Grænfánans. Nýja fánanum verður flaggað við skólasetningu í haust.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 15:45

Go to top