20. skólaráðsfundur 1. desember 2016 kl:15:15.

 

 

 

 

 

Mættir voru: Sigurgeir Guðmundsson skólastjóri, Ingibjör Þóra Heiðarsdóttir og Hjördís Pétursdóttir fulltrúar kennara, Dýrfinna Sigvarðardóttir fulltrúi annarra starfsmanna, Lilja Guðnadóttir fulltrúi foreldra,  Berglind Kristinsdóttir fulltrúi grenndarsamfélags og Særún Sæmundsdóttir deildarstjóri sem ritaði fundargerð. 

Gleymst hafði að boða fulltrúa nemenda og Rósa Hlín Óskarsdóttir fulltrúi foreldra boðaði forföll.

  1. Skólaráð.  Sigurgeir ræddi um mikilvægi þess að skólaráð fundi og þá fullskipað.  Hann viðraði þá hugmynd að Lovísa ritari skólans yrði skilgreind sem  starfsmaður foreldrafélagsins og þar með tengill þess við skólann. 

Lilja tjáði fundarmönnum að enn vantaði einn fulltrúa í stjórn foreldrafélagsins og ætlar Sigurgeir að athuga hvort Lovísa er til í að taka það sæti.

  1. Málefni nemenda.  Skólinn á að halda árshátíð unglingadeilda grunnskóla á svæðinu í vor.  Nemendur á unglingastigi finna fyrir ákveðinni ókurteisi af hálfu sumra nemenda annarra skóla þegar sameiginlegar hátíðir fara fram.  Mikilvægt að halda nemendum jákvæðum og hundsa þannig framkomu en einnig er mikilvægt að stjórnendur skólanna hittist, ræði þetta og finni lausn.
  2. Staðan í dag, starfsmannahald og framvinda skólabrags og kennslu.  Skólastjóri er ánægður með skólastarfið og nemendur skólans almennt. Benti líka á mikilvægi mannauðs sem felst í því að hafa gott starfsfólk í stofnuninni.   Í vetur er fámennasti nemendahópur sem hefur verið frá frá árinu 1984, samtals 125 nemendur.

Rætt um lestur og mikilvægi hans en skólinn er að koma ágætlega út í ár í samanburði skóla á þjónustusvæði Skólaþjónustunnar.

Lestrarátök og heimalestur á unglingastsigi eru greinilega að skila árangri.

  1. Reynsla af rekstrarfyrirkomulagi innan Odda byggðasamlagi.  Sigurgeir finnst þetta fyrirkomulag hafa gengið vel, en Oddi byggðasamlag er nú sem fræðslunefnd.  Skólamál eru tekin jöfnum höndum af stjórn byggðasamlags ef/þegar þau berast og sameiginlegir fundir eru að lágmarki einn að hausti og einn að vori. Með þessu má sjá fyrir sér meiri samvinnu milli allra skólanna. (grunnskóla/leikskóla)
  2. Mat á skólastarfi, úrbætur.  Særún kynnti innra mat og úrbætur.  Hugmynd að skólaráð komi að þessu mati framvegis en skv. leiðbeiningum um innra mat Grunnskóla frá Mennta- og menningarmálaráðuneyti  sem út kom sl. haust eiga foreldrar og nemendur að koma að þeirri vinnu.
  3. Skóladagheimili.  Sigurgeir sagði frá breytingum á húsnæðismálum skóladagheimilis.
  4. Húsnæðismál skólans.  Framtíðardraumur er að allt skólastarf verði í sama húsnæðinu.
  5. Önnur mál.

Hátt hlutfall tvítyngdra barna í skólanum 26-28%.  Mjög dýrmætt að vera með kennslu í pólsku og tælensku í skólanum. Fyrirspurn frá foreldrum um lengd skólaársins.

Skólaráð sammála því að gerð verði könnun meðal foreldra varðandi það.

Áhyggjur foreldra um lýsingu á gönguleiðum að og frá skóla og ákveðið að senda eftirfarandi ályktun á sveitarstórn (byggðasamalgið Odda bs.)

„ Skólaráð fer fram á að lýsing frá gangbraut við leikskóla og að inngangi að sundlaug verði stór bætt og að unnið verði markvisst að því að finna lausn á umferðaröngþveiti sem skapast á álagstímum í Útskálum.“

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 16:15

 

Go to top