21. skólaráðsfundur 15.maí 2017 kl.15:00

 

Mættir voru: Sigurgeir Guðmundsson skólastjóri, Ingibjörg Þóra Heiðarsdóttir og Hjördís Pétursdóttir fulltrúar kennara, Dýrfinna Sigvarðardóttir fulltrúi annarra starfsmanna, Lilja Guðnadóttir fulltrúi foreldra, Berglind Kristinsdóttir fulltrúi grenndarsamfélags, Hekla Steinarsdóttir og Rebekka Rut Leifsdóttir fulltrúar nemenda og Særún Sæmundsdóttir deildarstjóri sem ritaði fundargerð.  Rósa Hlín Óskarsdóttir fulltrúi foreldra boðaði forföll.

1. Málefni nemenda.  Rebekka Rut Leifsd. fór yfir það félagsstarf sem verið hefur í vetur, hún situr einning í ungmennaráði Rangárþings ytra og sagði frá því að á ungmennaráðstefnu sem haldin var hefði m.a. félagslíf skólans verið rætt.  Þar kom fram að almenn ánægja er hjá krökkunum og þeim finnst vera nóg í boði.  Hún sagði almenna ánægju með að bjóða 7.bekk að vera með á skemmtunum unglinganna á vorin en það er hugsað til að brúa bilið þar sem þau eru að fara í 8.bekk að hausti.  Þær Hekla og Rebekka bentu á nauðsyn þess að unglingsstúlkur gætu nálgast dömubindi/túrtappa í skólanum eða á skemmtunum á vegum skólans, oft væri þetta feimnismál og viðkvæmt þegar stelpur byrja á blæðingum og því mikilvægt að aðgengið að þessu sé auðvelt.
2. Sigurgeir fór yfir skóladagatal Grunnskólans á Hellu 2017-2018, benti m.a. á þá nýjung að eiga samvinnudaga með Laugalandsskóla.  Hvað gert verður þessa daga verður skipulagt nánar á haustdögum.  Nemendum og fundarmönnum leist mjög vel á þessa nýjung.  Sigurgeir útskýrði einnig þá aukadaga sem kennarar/nemendur fá í stað vinnu á eftirmiðdögum eins og þegar er jólaskemmtun og vorhátíð.  Skólaárið 2017-2018 kemur einn enn aukadagur vegna markaðsdags Bæjarhellunnar sem er hugsaður á eftirmiðdegi til að gefa fleiri færi á að mæta.  Ýmsar spurningar komu frá fundarmönnum m.a. varðandi opinn skóladag og Oddadag.

Rebekka Rut Leifsd.taldi gott að byrja fyrr en verið hefur á samvinnu milli skólanna tveggja t.d. á miðstigi.  Hún fagnaði því þessari nýbreytni sem fyrirhuguð er á næsta skólaári.  Aðrir fundarmenn sammála og þá jafnvel að byrja samvinnuna á yngsta stigi.

Fram kom hugmynd frá nemendum um að auka samvinnu varðandi félagsstörf unglinga innan skólanna tveggja.

Rebekka Rut Leifsd.lýsti ánægju sinni með  að í skólanum væri bæði verið að fást við hefðbundið bóklegt nám en líka væri margt annað fjölbreytt í boði sem gerði skólastarfið skemmtilegra. Aðrir fundarmenn tóku undir það.

Fyrirspurn kom frá Heklu af hverju skólaár Grsk.á Hellu væri 180 en á Hvolsvelli 170.  Sigurgeir sagði að niðurstöður skoðanakönnunar sem lögð var fyrir foreldra á miðönn varðandi styttra skólaár hefði ekki verið nógu afgerandi varðandi breytingar á því.  

Skólaráð samþykkti skóladagatal Grunnskólans á Hellu fyrir skólaári 2017-2018 samhljóða.

3. Ytra mat.  Sigurgeir lagði fram drög að starfsáætlun fyrir skólaárið 2017-2018, en það var einn af þeim hlutum sem Menntamálaráðuneytið setti út á að vantaði hjá skólanum.  Skýrslan sjálf kemur út 16.maí og verður send til sveitarstjórnar og skólastjóra.
4. Innra mat.  Særún sagði frá því að einhverjum hluta nemenda við skólann virðist alltaf líða illa og er nauðsynlegt að bregðast við því.  Næsta haust verður farið með niðurstöður skólapúlsins inn í 7.-10.bekk til að kynna betur fyrir nemendur út á hvað hann gengur og einnig til að fá hugmyndir nemenda um hvernig má bregðast við því sem ekki kemur nógu vel út hjá okkur.  Berglind sagði frá sjónvarpsþáttunum „13 reason why“ sem taka á einelti og vanlíðan þeirra sem verða fyrir því.  
5. Annað.  Særún benti á mikilvægi þess að festa fundi skólaráðs fyrir næsta skólaár til að auðvelda þátttöku ráðsins í innra mati skólans.  Rebekka Leifs spurði hvort ekki væri hægt að bjóða upp á Ökuskóla 1 í vali á unglingastigi.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl.16:00

Go to top