Mætt voru: Sigurgeir Guðmundsson skólastjóri, Hjördís Jónsdóttir og Ólafur Örn Oddsson fulltrúar kennara, Lovísa Björk Sigurðardóttir fulltrúi annarra starfsmanna skólans, Helga Dagrún Helgadóttir formaður foreldrafélags skólans, Heiðrún Ólafsdóttir, Ingibjörg Gunnarsdóttir og Hrafnhildur Einarsdóttir fulltrúar foreldra. Að auki Hafdís Garðarsdóttir deildarstjóri sem ritaði fundargerð.

1.    Rætt um hlutverk skólaráðs sem m.a. er að móta stefnu skólans, fjalla um skólanámskrána, fara yfir fjárhagsáætlun og ræða meiriháttar breytingar á skólastarfinu. Sjá nánar 8. grein í grunnskólalögunum frá júní ´08.   
2.    Rætt um hverjir verði fulltrúar foreldra í skólaráði og fræðslunefnd. Ákveðið að formaður foreldrafélagsins sitji í skólaráði sem fulltrúi grenndarsamfélags. Ingibjörg Gunnarsdóttir og Heiðrún Ólafsdóttir, sem voru í foreldraráði, verða fulltrúar foreldra í skólaráði. Hrafnhildur Einarsdóttir, sem einnig var í foreldraráði, verður 1. varamaður foreldra í skólaráði. Helga Dagrún Helgadóttir verður fulltrúi foreldra í fræðslunefnd.
3.    Sigurgeir sagði frá því að búið er að leggja fram frumtillögur að viðbyggingu við Grunnskólann á Hellu.
4.     Kristín Hreinsdóttir forstöðumaður skólaskrifstofunnar og Ragnar S. Ragnarsson skólasálfræðingur eru tilbúin til að koma og stýra umræðuhópum um framtíðarstefnu skólans og fyrirkomulag húsnæðisins. Í öðrum hópnum verði fulltrúar starfsmanna og hinum fulltrúar foreldrar. Seinna verði þessir tveir hópar svo sameinaðir í einn hóp með fulltrúum beggja hópanna.
5.    Sigurgeir afhenti fundarmönnum afrit af grunnskólalögunum sem gefin voru út í júní 2008. Hann bað fólkið um að lesa lögin fyrir næsta fund sem áætlað er að halda eftir u.þ.b. 2 vikur.
6.    Fundarmenn skoðuðu teikningar sem sýna frumdrög að viðbyggingu við Grunnskólann á Hellu.
7.    Fleira ekki gert og fundi slitið kl 16:40.

Go to top