Mætt voru: Sigurgeir Guðmundsson skólastjóri, Hjördís Jónsdóttir fulltrúi kennara, Lovísa Björk Sigurðardóttir fulltrúi annarra starfsmanna skólans, Helga Dagrún Helgadóttir fulltrúi grenndarsamfélags, Heiðrún Ólafsdóttir og Ingibjörg Gunnarsdóttir fulltrúar foreldra. Að auki Anna Ólafsdóttir verkefnastjóri sjálfsmatsverkefnis skólans, Björgvin Guðmundsson fulltrúi kennara í sjálfsmatshópnum og Hafdís Garðarsdóttir deildarstjóri sem ritaði fundargerð.


1.    Skólastjóri sagði frá því að búast mætti við að fyrirætlunum um að byggja við skólann frestist um óákveðinn tíma vegna efnahagsástandsins.
2.    Skólastjóri sagði frá því að fram hefði komið í fundargerð hreppsnefndar að ákveðið hafi verið að fá utanaðakomandi aðila til þess að gera
       úttekt á fræðslustofnunum í sveitarfélaginu.
3.    Sem hluti af innra mati á skólastarfinu var öllum foreldrum/forráðamönnum send nafnlaus könnun um skólastarfið. Fólkið skilaði svörum
       sínum í kassa á foreldraviðtalsdegi í lok febrúar. Kassarnir voru opnaðir á fundinum og talið upp úr þeim. Skil voru um 80%.
       Niðurstöður verða birtar á næstunni.
4.    Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 18.

Go to top