24. fundur Skólaráðs haldinn 5.mars. 2018 kl.16:00

Mætt eru Sigurgeir Guðmundsson skólastjóri, Hulda Karlsdóttir og Rósa Hlín Óskarsdóttir fyrir hönd foreldra, Birta Huld Halldórsdóttir fyrir hönd kennara, Lovísa Sigurðardóttir sat fundinn fyrir hönd annars starfsfólks sem varamaður Dýrfinnu Sigvarðardóttur. Hekla Steinarsdóttir og Margrét Klara Þórisdóttir fulltrúar nemenda. Berglind Kristinsdóttir fyrir hönd grenndarsamfélagsins. Særún Sæmundsdóttir sem ritaði fundargerð.

  1. Málefni nemenda. Þær Hekla og Margrét segjast hafa heyrt að nemendur í 9.bekk séu svolítið stressaðir fyrir samræmdu prófin. Hulda fagnaði því að samræmdu prófin séu í 9.bekk því þar með geti nemendur séð stöðu sína og hvað þau þurfa leggja áherslu á í 10.bekk þegar þau ljúka sinni grunnskólagöngu.

Fram undan er líka PISA könnun hjá nemendum í 10.bekk. Prófið tekur langan tíma svo skólinn mun bjóða nemendum upp á morgunmat í byrjun prófs.

Sameiginleg árshátíð unglinga verður fimmtudaginn 22.mars á Hvolsvelli. Það er mikið um að vera þessa daga, skólahreysti verður sama dag og árshátíðin og síðan er Samfés daginn eftir. Rætt um hvort sé áhugi hjá unglingunum fyrir að fara á Árshátíðina. Sigurgeir ætlar að fara inn í bekkina og ræða um mikilvægi þess að sem flestir mæti og hafi gaman.

  1. Breyting á skóladagatali.
  2. Skólareglur, klárað að fara yfir drög að nýjum skólareglum.
  3. Sigurgeir sagði frá verkefni sem sveitarfélagið hefur fengið styrk til að framkvæma. Um er að ræða samstarf við Fornleifastofnun og Oddafélag um fornminjaleit í Oddastað. Einhver bekkur skólans mun fá að taka þátt í þessu verkefni.
  4. Tillaga kom frá fulltrúum foreldra að skólaráð beini því til skólayfirvalda að gera formlega könnun meðal foreldra hvort stefna skuli að því að stytta skólaárið eins og var á árunum 2011-2014.

Næsti fundur skólaráðs mánudaginn 9.apríl kl.16:00

Særún Sæmundsdóttir ritaði fundargerð.

Go to top