8. fundur skólaráðs Grunnskólans á Hellu 8. júní 2011 kl. 16

Mætt voru: Sigurgeir Guðmundsson skólastjóri, Þórhalla Sigmundsdóttir fulltrúi kennara, Guðbjörg Arnardóttir formaður foreldrafélagsins, Berglind Kristinsdóttir fulltrúi foreldra og Lovísa Sigurðardóttir fulltrúi annarra starfsmanna.  Torfi Gunnarsson fulltrúi foreldra boðaði forföll. Fulltrúar nemenda voru boðaðir en mættu ekki.

Fulltrúar í stjórn foreldrafélagsins og fræðslunefnd voru einnig boðaðir á fundinn. Af þeim mættu: Margrét Harpa Guðsteinsdóttir varaformaður í fræðslunefnd og Erna Sigurðardóttir fulltrúi í stjórn foreldrafélagsins. Auk þess sátu fundinn fulltrúar í nefnd um sjálfsmat skóla þ.e. Auðbjörg Sigurðardóttir stuðningsfulltrúi, Steinar Tómasson aðstoðarskólastjóri, Ólafur Örn Oddsson, Birta Huld Halldórsdóttir og Særún Sæmundsdóttir kennarar og Hafdís Garðarsdóttir deildarstjóri sem ritaði fundargerð.

1. Sigurgeir byrjaði á að bjóða alla velkomna og sagði frá vinnu við sjálfsmat, sem farið hefur fram í skólanum í vetur undir stjórn Birtu Huldar Halldórsdóttur, og er skylda grunnskóla að framkvæma skv. grunnskólalögum. 

2. Birta Huld fór yfir glærur um helstu þætti sjálfsmatsins. Hún sagði jafnframt frá því að skýrsla um sjálfsmatið er mjög langt komin. Þegar vinnunni verður lokið verður skýrslan birt á heimasíðu skólans.

3. Hafdís kynnti niðurstöður úr könnun á líðan starfsfólks skólans sem lögð var fyrir í mars 2011 og til samanburðar niðurstöður úr líðankönnun sem lögð var fyrir 2009. Umræða um niðurstöðurnar fóru fram jafnhliða kynningunni.

 

4. Sigurgeir fór yfir niðurstöður úr könnun sem lögð var fyrir foreldra  í apríl 2011varðandi mötuneytið. Umræða um niðurstöðurnar.

 

Þórhalla víkur af fundi.

 

5. Birta Huld kynnti helstu þætti í umbótaáætlun sjálfsmatsins. Þ.e. þá þætti sem stefnt er á að bæta úr skólaárið 2011-2012.

 

6. Guðbjörg þakkaði fyrir kynninguna sem hún sagði hafa verið áhugaverða og fróðlega.

 

Óli víkur af fundi.

 

7. Í framhaldi af umræðunum um sjálfsmatið og styrkleika- og veikleikagreiningu varð nokkur umræða um húsnæðismál skólans og hvort að einhverjir möguleikar væru fyrir hendi um úrbætur í þeim málum. Sigurgeir upplýsti að nokkur umræða hafi farið fram um slíka möguleika og sagði að sveitarfélaginu standi til boða tvö færanleg límtréshús, sem hvort um sig er u.þ.b. 350 fm.,  á mjög hagstæðu verði. Ef af yrði, þá væri möguleiki á að tengja umrædd hús við núverandi skólabyggingu þannig að innangengt yrði í þau. Annað húsið mætti nota undir kennslustofur, m.a. smíðastofu, en hitt sem mötuneyti og jafnvel skóladagheimili.  Sigurgeir sagði að þessi mál væru í raun og veru á algjöru frumstigi og að engar ákvarðanir hafi verið teknar.  Allmikil umræða varð um þessi mál og lýstu fundarmenn yfir þeirri skoðun sinni að vert væri að skoða af jákvæðni þessa möguleika.   Allir fundarmenn voru sammála um að búast megi við að ekki verði hafist handa við að byggja við skólann næstu 15 árin og þess vegna sé þetta mjög vænlegur kostur.   

 

Margrét Harpa víkur af fundi.

 

8. Lovísa Sigurðardóttir spurði hvað fólki finnist um áætlaða útihátíð á Gaddstaðaflötum helgina 8.-10. júlí n.k.  Allir fundarmenn voru sammála um að hátíðin sé ógnun við samfélagið og mikil hætta á drykkju og eiturlyfjaneyslu unglinga. Fundurinn beinir þeim tilmælum til sveitarstjórnar að hún beiti sér fyrir því að hátíðin verði ekki að veruleika.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 17:50

 

 

 

Go to top