16. fundur skólaráðs Grunnskólans á Hellu 8. desember 2014 kl. 15

Mætt  voru:  Sigurgeir  Guðmundsson  skólastjóri,  Björgvin  Guðmundsson  og  Valgerður

Sigurðardóttir  fulltrúar  kennara,  Guðbjörg  Arnardóttir  og  Rósa  Hlín  Óskarsdóttir  fulltrúar

foreldra,  Berglind  Kristinsdóttir  fulltrúi  grenndarsamfélags,  Lovísa  Sigurðardóttir  fulltrúi

annarra  starfsmanna,  Bjarnveig  Björk  Birkisdóttir  og  Bjartur  Hrafn  Jóhannsson  fulltrúar

nemenda og Hafdís Garðarsdóttir deildarstjóri sem ritaði fundargerð.

1.)  Málefni nemenda, s.s. félagsmál, félagsmiðstöð  og skólaútvarp.  Bjarnveig og Bjartur

sögðust vera ánægð með félagslífið í skólanum og töldu unglingana mæta betur á það

sem boðið er upp á í skólanum en í Féló. Ástæðan væri sú að það væri léleg aðstaða og

yfirleitt  ekki  nein  skipulögð  dagskrá  í  Féló  en  það  er  alltaf  ákveðin  dagskrá  á  opnu

kvöldunum  í  skólanum.  Berglind  tók  undir  orð  unglinganna.  Hún  sagðist  hafa  farið

tvisvar sinnum  inn í félagsmiðstöðina í fyrra  vetur og það hefði ekkert verið í gangi

þar nema hávaði. Umsjónarmaður félagsmiðstöðvarinnar er að hætta. Það er ekki búið

að  ráða  fyrir  hann  en  umsóknir  eru  farnar  að  berast  til  skólastjóra.  Það  vantar

stefnumótun  fyrir  félagsmiðstöðina.  Einnig  þyrfti  að  auka  hlutfall  þess  sem  hefur

umsjón með félagsmiðstöðinni þannig að ræsting á húsnæðinu falli undir verksviðið

eða koma ræstingunni inn í ræstingaplan hússins.

Skólaútvarpið hefst í næstu viku. Það var sent út á netinu í fyrsta sinn í fyrra  í viðbót

við útvarpstíðnina. Sama fyrirkomulag verður í ár. Það þarf að auglýsa útvarpið vel og

vanda vel það sem sagt er, sem og þá lagatexta sem eru spilaðir.

2.)  Litlu  jólin  og  jólaskemmtunin.  Óvissa  er  með  fyrirkomulagið  í  ár  vegna  lekans  í

íþróttahúsinu en  venja er að halda hátíðir skólans þar. Ef það verður ekki hægt  verður

hátíðarmaturinn  að  vera  tvískipur  í  matsalnum  og  ekki  verður  pláss  til  að  bjóða

gestum.  Jólaskemmtunin mun verða í Menningarsalnum  í Dynskálum ef íþróttahúsið

verður ekki komið í lag.

3.)  Breytingar  á  starfsmannahaldi.  Eydís  Hrönn  Tómasdóttir  íþróttakennari  og

umsjónarkennari  4.  bekkjar  fór  í  fæðingarorlof  í  byrjun  desember  og  er  Aníta

Þorgerður Tryggvadóttir tekin við af henni. Björgvin Guðmundsson hættir um áramót.

Á næstu dögum verður gengið frá ráðningu kennara í hans stað.

4.)  Skólanámskráin  er  á  heimasíðu  skólans.  Fulltrúar  í  skólaráði  voru  beðnir  um  að

yfirfara hana og koma með athugasemdir fyrir lok janúar.

5.)  Breyting á skóladagatali. Mögulegt er að það þurfi að færa starfsdaginn sem áætlaður

er 11. mars n.k. til 27. mars. Kennararnir eru að skoða möguleika á að fara á  ráðstefnu

um söguaðferðina til Glasgow 27. – 29. mars 2015.

6.)  Niðurstöður úr samræmdum prófum. Sigurgeir sýndi samantekt sem hann er búinn að

gera  á  niðurstöðum  úr  samræmdum  prófum,  í  4.  og  7.  bekk  árin  2009  –  2014,  í

Grunnskólanum  á  Hellu  samanborið  við  önnur  svæði  á  landinu.  Flest  árin  hafa

niðurstöður Grunnskólans á Hellu verið hærri en landsmeðaltal.

7.)  Innra  mat  og  mat  á  skólastarfi.  Frá  árinu  2010  hefur  verið  mjög  markviss

innramatsvinna í skólanum. Síðan þá hafa verið gefnar út skýrslur þar sem niðurstö ður

vinnunnar  koma  fram.  Skýrslurnar  eru  allar  birtar  á  heimasíðu  skólans  en  Björgvin

reifaði aðeins helstu niðurstöður úr matsvinnunni skólaárið 2013-2014. 

8.)  Húsnæðismál  skólans.  Í  október  komu  gámahús  sem  sett  voru  við  endann  á

miðganginum  og  er  búið  að  vera  að  standsetja  þau  síðan.  Þetta  eru  2  skólastofur,

salerni og geymsla auk þess sem gangurinn stækkar.  Þetta er að verða fullbúið og á

taka stofurnar í notkun á fyrsta kennsludegi eftir áramót.  Fundurinn endaði á því að

allir fóru og skoðuðu viðbygginguna.

9.)   Önnur mál

Rósa Hlín kom með fyrirspurn um hvort það væri einhver staður sem krakkar á mið

og unglingastigi úr sveitinni hefðu  til að bíða eftir tómstundum  sem eru eftir kl. 15.

Svo er ekki.

Skólaráð setur fram eftirfarandi bókanir:

Skólaráð fer fram  á það við fræðslunefnd að fundin verði lausn á því hvar börn og

unglingar  úr  dreifbýlinu  geti  haft  aðstöðu  til  að  bíða  eftir  íþrótta-  og

tónlistarskólatímum sem ekki eru í beinu framhaldi af skólanum.

Skólaráð telur afar brýnt að farið verði í stefnumótandi vinnu fyrir félagsmiðstöðina,

þar  sem  m.a.  yrði  skoðað  hvort  hægt  væri  að  útvíkka  starfið  þannig  að  þeir  sem  á

þurftu  að  halda  gætu  haft  aðstöðu  þar  á  milli  skóla  og  íþróttaæfinga  og/eða

tónlistarnáms.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 16:05

Go to top