17. fundur skólaráðs Grunnskólans á Hellu 6. mars 2015 kl. 13

Mætt voru: Sigurgeir Guðmundsson skólastjóri, Hjördís Pétursdóttir og Valgerður Sigurðardóttir fulltrúar kennara, Guðbjörg Arnardóttir og Rósa Hlín Óskarsdóttir fulltrúar foreldra, Berglind Kristinsdóttir fulltrúi grenndarsamfélags, Lovísa Sigurðardóttir fulltrúi annarra starfsmanna, Ásgerður Ragnarsdóttir og Bjartur Hrafn Jóhannsson fulltrúar nemenda og Hafdís Garðarsdóttir deildarstjóri sem ritaði fundargerð.

.

  1. Málefni nemenda. Fulltrúar nemenda sögðust sáttir við félagslífiið í skólanum. Einnig sögðu þeir að nú væru allir mjög ánægðir með Féló en nýjir stjórnendur tóku við í janúar sem voru ráðnir til vors. Starfið er miklu markvissara og meira skipulag og utanumhald. Guðbjörg benti á að það vantaði þó að birta upplýsingar t.d. á fésbókarsíðunni, um það hvort viðburðir félagsmiðstöðvarinnar fari fram í skólanum eða í húsnæði félagsmiðstöðvarinnar og hvort börnin þurfi peninga með sér því þetta er breytilegt á milli vikna. Nemendur úr Laugalandsskóla hafa verið að taka þátt í starfi Féló með okkar nemendum, sem er jákvæð þróun.
  2. Efst á baugi. Árshátíð unglingastigsins verður haldin á Hvolsvelli 26. mars n.k. Það á prófa í fyrsta sinn að vera með mat á árshátíðinni. Verður boðið upp á kjúklingasúpu, brauð og köku. Miðaverð hækkar í mesta lagi um 1000 kr. á mann frá því í fyrra. Það er verið að spá í skíðaferð en ekki búið að ákveða dagsetningu. Hún ræðst af veðri og einnig er reynt að horfa til þess að uppákomur eins og árshátíð og skíðaferð, sem hafa kostnað í för með sér fyrir foreldra/forráðamenn, dreifist á milli mánaða. Vorhátíðin verður síðasta vetrardag. Þemadagar undir merkjum Bæjarhellunnar verða í lok skólaársins. Í ár munu nemendur 10. bekkjar taka þátt í Bæjarhellunni en í fyrra voru þeir í útskriftarferðalagi meðan á þemadögunum stóð. 10. bekkur stefnir á útskriftarfeðalag í Skagafjörðinn 26.-29. maí. 7. bekkur er að fara í skólabúðir að Úlfljótsvatni 8.-10. apríl og 8. bekkur stefnir einnig á slíka ferð í vor. Bekkirnir hafa verið að safna fyrir þessum ferðum.
  3. Breytingar á starfsmannahaldi. Björgvin Guðmundsson kennari hætti um áramót og
  4. Skólanámskrá skólans. Fólk hvatt til að koma með athugasemdir og ábendingar ef það

var Guðrún Bára Sverrisdóttir ráðin í hans stað en Berglind Kristinsdóttir tók að sér að kenna myndmennt í einum bekk. Birta Huld Halldórsdóttir kemur úr fæðingarorlofi seinnihluta aprílmánaðar. Þá fer Þorsteinn Darri í fæðingarorlof og mun Birta ganga inn í stundatöflu hans.

sér ástæðu til.

5)    Breytingar á skóladagatali. Lagðar fram tvær breytingatillögur á skóladagatali  
yfirstandandi skólaárs. Annars vegar að færa starfsdag sem var áætlaður 11. mars til 27. mars vegna ráðstefnu sem kennarar og starfsmenn skólans eru að fara á í Glasgow 27.-29. mars. Hins vegar að færa starfsdag sem var áætlaður 3. júní fram til 1. júní til þess að ná samfellu í Bæjarhellunni. Báðar þessar breytingatillögur voru samþykktar. Rósa Hlín vildi þó koma því á framfæri að henni fyndist of lítill fyrirvari á tilfærslunni frá 11. mars til 27. mars. Þetta hefði líka verið eini starfsdagurinn sem vera átti sama dag og starfsdagur í leikskólanum en nú verði enginn.

6) Skóladagatal 2015-2016. Skóladagatal næsta skólaárs lagt fram og samþykkt.

7) Húsnæðismál skólans. Frá næsta mánudegi mun 1. bekkur verða í stofu nr. 5 því það þarf að færa hljóðfærin úr Selinu og verður stofa 1. bekkjar gerð að tónmenntastofu a.m.k. til vors. Þetta er vegna þess að það á að færa smíðastofuna úr kjallara íþróttahússins í Selið. Það verða framkvæmdar lágmarksbreytingar á Selinu sem hefjast í næstu viku. Sigurgeir sýndi teikningar að breytingunum. Skólaráð er samþykkt þessum breytingum.

Önnur mál


Berglind á tifsög og silfurslípvél sem hún er hætt að nota og býðst til að ánafna skólanum til að nota í nýrri smíðastofu. Sigurgeir þakkaði henni kærlega og sagðist myndu ræða þetta við viðkomandi kennara.

Sigurgeir kynnti hugmynd um að breyta aðkomunni að skólanum þannig að aðalaðkoman yrði þeim megin sem sparkvöllurinn er til að minnka umferðarálagið í Útskálunum. Hugmyndin rædd töluvert sem og hvort möguleiki sé að færa skóladagheimilið í íbúðina í pósthúsinu því þá þyrftu skólabílarnir aldrei að aka um Útskálarnar.

Fulltrúar nemenda lögðu til að sendur verði póstur á alla foreldra og starfsmenn þar sem þeir sem keyra eftir Útskálunum verði hvattir til að keyra hægar til að draga úr slysahættu. Skólastjóri ætlar að sjá til þess að póstur með þessum hvatningarorðum nemenda verði sendur.


Lovísa er í gæslu á göngunum í frímínútum og vildi koma því á framfæri að hegðun nemendanna sé ávallt til fyrirmyndar.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 14

Viðauki við fundargerðina

Breyting á skóladagatali 2015-2016. Á símafundum með skólaráðsfólki 16. mars 2015 var lögð fram sú breytingartillaga að vorhátíðin verði 4. maí 2016 í stað 20. apríl 2016 en sú dagsetning var á skóladagatalinu sem var lagt fram og samþykkt á fundinum 6. mars 2015. Breytingartillagan var samþykkt og verður vorhátíð skólaársins 2015-2016 því 4. maí 2016.

Go to top