Stefna Grunnskólans á Hellu varðandi læsi

 • Lestur og skilningur á rituðu máli eru grunnþættir í allri menntun. Skólinn leggur því mikla rækt við lestrarkennslu nemenda á öllum aldursstigum.
 • Allir foreldrar barna í 1. bekk mæti á námskeið að hausti um lestrarkennslu og lestrarþjálfun. 
 • Auk almenns lesturs á námsefni, er yndislestur hluti af daglegum skóladegi nemenda.
 • Lestrarkennsluefni er valið í samræmi við lestrargetu og áhuga hvers og eins.
 • Allir nemendur skulu lesa heima a.m.k. 10-15 mínútur á dag, fyrir einhvern fullorðinn, sem kvittar fyrir lestrinum.
 • Bókasafn skólans gegnir lykilhlutverki varðandi aðgang nemenda að fræði- skemmti- og fagurbókmenntum.
 • Árlega er unnið með íslenskt mál á fjölbreyttan hátt í tengslum við Dag íslenskrar tungu.
 • Árlega er tímabundið lestrarátak í öllum bekkjum í viðbót við hefðbundið lestrarnám.
 • Á hverju skólaári er leitast við að fá rithöfund í heimsókn til kynningar á verkum sínum til að efla lestraráhuga nemenda.
 • Skólinn fagnar degi barnabókarinnar í byrjun apríl með þátttöku í verkefni IBBY á Íslandi.
 • Við annaskil er framkvæmt mat á lestrarfærni (lestrarhraða og lesskilningi) allra nemenda. 
 • Skólinn leggur áherslu á að mæta hverjum nemenda þar sem hann er staddur í lestrarferlinu. Ef um erfiðleika er að ræða er leitað til sérfræðinga Skólaþjónustu Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu.

 

Lestrarviðmið

Grunnskólinn Hellu ásamt fleiri skólum tók þátt í að móta þau lestrarviðmið sem lesfimipróf Menntamálastofununar byggja á og hyggst skólinn nú nýta sér þau viðmið í námsmati sínu í lestri.

Lesfimi er færni sem byggir á nákvæmni, sjálfvirkni og hrynrænum þáttum tungumálsins en allir þessir þættir stuðla að auknum lesskilningi. Skilgreining á lesrarnákvæmni nú er hlutfall rétt lesinna orða miðað við heildarfjölda lesinna orða en ekki atkvæða.

Á vef Menntamálastofnunar má lesa að þessi leið var valin til að auðvelda samanburð við önnur lönd og einnig til að koma í veg fyrir mismunandi talningu villna því sumir skólar töldu villur eftir atkvæðum en aðrir eftir orðum.

Niðurstöður lesfimiprófanna verða skráðar í mentor ásamt mynd sem sýnir þróun lesferils nemandans og þar má sjá hvort viðkomandi hefur náð þeim viðmiðum sem stefnt er að í hverjum bekk. Þessi skráning er aðgengileg foreldrum.

Á einkunnablað nemenda verður skráður fjöldi lesinna orða á mínútu.

Meðfylgjandi er tafla frá Menntamálastofnun sem útskýrir hlutfall nemenda og lestrarviðmið sem stefnt er að í hverjum bekk að vori.

 

 

 

 

Matstæki

Bekkur

Nóvember

Febrúar

Maí

       

Lestrarhraði

Lestrarkönnun 1

Lestrarkönnun 2

Leið til læsis A-1: Lesfimi og sjónrænn orðaforði

Lesskilningur

Læsi f. 1.b. 1. hefti

Læsi f.1.b. 2. hefti

Læsi f.1.b.  3. hefti

       

Lestrarhraði

Raddlestrarpróf Margrétar Þ. f. 2.b.

Leið til læsis B-1: Lesfimi og sjónrænn orðaforði

Leið til læsis B-2: Lesfimi og sjónrænn orðaforði

Lesskilningur

Lestur-lestrargrein./

Lesskilningspr. V&Þ

Læsi f. 2.b. 1. hefti

Læsi f.2.b. 2. hefti

       

Lestrarhraði

Raddlestrarpróf Margrétar Þ. f. 3.b.

Leið til læsis C-1: Lesfimi og sjónrænn orðaforði

Leið til læsis C-2: Lesfimi og sjónrænn orðaforði

Lesskilningur

Orðarún 3.b. 1.próf.

Orðarún 3.b. 2.próf

Gömul samr.pr. f. 4.b.

       

Lestrarhraði

Raddlestrarpróf Margrétar Þ. f. 4.b.

Leið til læsis D-1: Lesfimi og sjónrænn orðaforði

Leið til læsis D-2: Lesfimi

Lesskilningur

Lesskilningspr. MMS 4.b.

Orðarún 4.b. 1.próf

Orðarún 4.b. 2.próf

 1. bekkur
  1. bekkur
     

Lestrarhraði

Lesfimistöðupr. 1, 5.b

Lesfimistöðupr. 2, 5.b

Raddlestrarpróf Margrétar Þ. f. 5.b.

Lesskilningur

Lesskilningspr. MMS 5.b.

Orðarún 5.b. 1.próf

Orðarún 5.b. 2.próf

       

Lestrarhraði

Lesfimistöðupr. 1, 6.b

Lesfimistöðupr. 2, 6.b.

Raddlestrarpróf Margrétar Þ. f. 5.b.

Lesskilningur

Lesskilningspr. MMS 6.b.

Orðarún 6.b. 1.próf

Orðarún 6.b. 2.próf

       

Lestrarhraði

Lesfimistöðupr. 1, 7.b

Lesfimistöðupr. 2, 7.b.

Raddlestrarpróf Margrétar Þ. f. 5.b.

Lesskilningur

Lesskilningspr. MMS 7.b.

Orðarún 7.b. 1.próf

Orðarún 7.b. 2.próf

       

Lestrarhraði

Lesfimistöðupr. 1, 8.b

Lesfimistöðupr. 2, 8.b.

Raddlestrarpróf Margrétar Þ. f. 5.b.

Lesskilningur

Lesskilningspr. MMS 8.b.

Orðarún 8.b. 1.próf

Orðarún 8.b. 2.próf

9.  bekkur

     

Lestrarhraði

Lesfimistöðupr. 1, 9.b

Lesfimistöðupr. 2, 9.b.

Raddlestrarpróf Margrétar Þ. f. 5.b.

Lesskilningur

Lesskilningspr. MMS 9.b.

Gömul samr.pr. f. 10.b.

Gömul samr.pr. f. 10.b.

10. bekkur

     

Lestrarhraði

Lesfimistöðupr. 1, 10.b

Lesfimistöðupr. 2, 10.b.

Raddlestrarpróf Margrétar Þ. f. 5.b.

Lesskilningur

Lesskilningspr MMS 10.b

Gömul samr.pr. f. 10.b.

Gömul samr.pr. f. 10.b.

Auk þessa eru eftirfarandi skimunarpróf lögð fyrir:

1. bekkur, október: Leið til læsis.

3. bekkur,  apríl: Hluti af LOGOS prófi.

6. bekkur, janúar: Hluti af LOGOS prófi.

9. bekkur, sept./okt. GRP-14.

Þeir nemendur 1. bekkjar sem koma illa út úr Leið til læsis fara í einstaklingsmat hjá sérkennara þar sem prófið Hljóðfærni er lagt fyrir. 

Niðurstöður samræmdra prófa í íslensku í 4. 7. og 10. bekk skoðaðar vel og unnið út frá niðurstöðum fyrir hvern og einn.

Drög að læsisstefnu Grsk Hellu, bæklingur í pdf sniði

Go to top