Framkvæmdaáætlun jafnréttis og mannréttinda í Grunnskólanum Hellu hvers skólaárs.

Markmið

Aðgerð

Ábyrgð

Tímarammi

Að allir nemendur skólans fái jafnréttis- og mannréttinda-

fræðslu

Áherslur komi fram í námsáætlunum námssviða en sérstök áhersla er á jafnréttis- og mannréttindamál í samfélagsgreinum. Rætt skal um jafnrétti út frá aldri, stétt, búsetu, kyni, kynhneigð, kynvitund, fötlun, uppruna, þjóðerni, húðlit og trúarbrögðum.

Kennarar

Sett í námskrá í ágúst. Fræðslan fer fram yfir skólaárið.

Að nemendur fái fræðslu um kyn, kynhneigð og kynvitund. Að nemendur fái fræðslu um hvað kynferðislegt áreiti/ofbeldi er og þekki hvert þeir geta leitað með þau mál bæði innan og utan skólans.

Ímyndir kynja og hefðir ræddar:

-kvenleiki og karlmennska

-kynhneigð og kynvitund

-kynbundið ofbeldi

-kynferðislegt áreiti

-kynferðisofbeldi gegn börnum.

Líkaminn minn

Krakkarnir í hverfinu - leikrit

Leyndarmálið - teiknimynd

Fræðsla og umræða um samskipti kynjanna, náin sambönd, kynlíf, virðingu og klám.

Líkamsímynd og hugreki

Kennarar

Umsjónark. og skólahjúkrunarfr.

Ýmis verkefni í hverjum árgangi.

1. bekkur

2. bekkur

3. bekkur

7. bekkur

8. bekkur

Að gæta jafnréttis í starfi skólans og að borin sé virðing fyrir öllum nemendum og ólíkum skoðunum þeirra.

Allir nemendur eiga að geta komið skoðunum sínum á framfæri.

Dagleg samskipti við nemendur.
Allir nemendur fá tækifæri í almennum samskiptum og á bekkjarfundum til að tjá sig og koma skoðunum sínum á framfæri.

Nemendur kjósa sér fulltrúa í nemendaráð og skólaráð.

Kennarar

Umsjónark.

Skólastjóri og umsjónarmaður Félagsstarfs.

Daglega

Vikulega

Einu sinni á skólaári

Að vinna markvisst gegn hvers kyns staðalmyndum; kynja, kynhneigðar, kynvitundar, menningar, þjóðernis, tungumála, trúarbragða, lífsskoðana, fötlunar, aldurs, stéttar og búsetu.

Allir kennarar skólans skoða og meta allt námsefni út frá jafnréttis- og mannréttindasjónarmiðum. Þess er gætt að kennslu- og námsgögn mismuni ekki og ýti ekki undir staðalmyndir á grundvelli; kynja, kynhneigðar, kynvitundar, menningar, þjóðernis, tungumála, trúarbragða, lífsskoðana, fötlunar, aldurs, stéttar og búsetu.

Rætt er um staðalmyndir í tengslum við náms- og starfsfræðslu og önnur svið

þegar nám- og störf eru til umræðu.

Kennarar

Ágúst og janúar.

Að taka tillit til mismunandi menningar, þjóðernis, tungumála, trúarbragða og lífsskoðana nemenda.

Markviss trúarbragðafræðsla þar sem fjölmennustu trúarbrögð heims eru kynnt.
Markviss móttaka barna og foreldra af erlendum uppruna.

Reynt eftir bestu getu að koma til móts við ólíkar matarþarfir vegna trúarbragða.

Kennarar

Skólastj.

Yfirm. Mötuneytis

 

Þessa framkvæmdaáætlun skal endurskoða ef þurfa þykir en þó aldrei sjaldnar en þriðja hvert ár. 

Lagt fram og samþykkt á starfsmannafundi 29. september 2015

 

Jafnréttis- og mannréttindaáætlun Grunnskólans á Hellu

Jafnréttis- og mannréttindaáætlun Grunnskólans á Hellu nær til nemenda og  starfsmanna skólans. Einkunnarorð skólans eru virðing, vinátta og víðsýni. Litið er þannig á að fjölbreytileiki í hópi nemenda og starfsmanna auðgi skólastarf. Starfið byggir á lýðræðislegum gildum og eru mannréttindi og jafnræði haft að leiðarljósi. Nám, kennsla og starfshættir eru í samræmi við það.

Jafnréttis- og mannréttindaáætlun Grunnskólans á Hellu byggir á lögum um grunnskóla nr. 91/2008; Lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008; Aðalnámskrá grunnskóla (2011) og skólanámskrá Grunnskólans á Hellu (2014 - 2015).

Í lögum um grunnskóla nr. 91/2008 er tekið fram að við skipulag náms og kennslu sé þess sérstaklega gætt að allir nemendur fái jöfn tækifæri til náms og hafi kost á að velja sér viðfangsefni og nálgun í eigin námi. Markmið náms og kennslu og starfshættir grunnskóla skulu vera þannig að komið sé í veg fyrir mismunun vegna uppruna, kyns, kynhneigðar, búsetu, stéttar, trúarbragða, heilsufars, fötlunar eða stöðu að öðru leyti.

Í lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008 ber öllum fyrirtækjum og stofnunum sem hafa fleiri en 25 starfsmenn að setja sér jafnréttisáætlun eða samþætta jafnréttissjónarmið í starfsmannastefnu sína sbr. 18. grein. Þar segir m.a. að tilgreina þurfi hvernig starfsmönnum eru tryggð þau réttindi sem kveðið er á um í 19.-22. grein.

Einnig ber skólum sem menntastofnunum að uppfylla 22. og 23. greinar laganna gagnvart nemendum sínum en þar segir m.a.:

22. gr. Kynbundin áreitni og kynferðisleg áreitni.

•Atvinnurekendur og yfirmenn stofnana og félagasamtaka skulu gera sérstakar ráðstafanir til að koma í veg fyrir að starfsfólk, nemar og skjólstæðingar verði fyrir kynbundinni eða kynferðislegri áreitni á vinnustað, stofnun, í félagsstarfi eða skólum.

23. gr. Menntun og skólastarf.

 • Kynjasamþættingar skal gætt við alla stefnumótun og áætlanagerð í skóla- og uppeldisstarfi, þar á meðal íþrótta- og tómstundastarfi.
 • Á öllum skólastigum skulu nemendur hljóta fræðslu um jafnréttismál þar sem m.a. skal lögð áhersla á að búa bæði kynin undir jafna þátttöku í samfélaginu, svo sem í fjölskyldu og atvinnulífi.
 • Kennslu- og námsgögn skulu þannig úr garði gerð að kynjum sé ekki mismunað. Í náms- og starfsfræðslu og við ráðgjöf í skólum skulu piltar og stúlkur óháð kyni hljóta fræðslu og ráðgjöf í tengslum við sömu störf. Í almennum hluta Aðalnámskrá grunnskóla 2011 er fjallað um markmið jafnréttismenntunar. Þar segir:

Markmið jafnréttismenntunar er að skapa tækifæri fyrir alla til að þroskast á eigin forsendum, rækta hæfileika sína og lifa ábyrgu lífi í frjálsu samfélagi í anda skilnings, friðar, umburðarlyndis, víðsýnis og jafnréttis (bls. 21).

Einn af grunnþáttum menntunar er helgaður jafnrétti og annar lýðræði og mannréttindum. Grunnþættirnir eiga að undirstrika meginatriði í almennri menntun og ná til allra þátta skólastarfsins.

Skólastarf í anda jafnréttis tekur mið af mismunandi hæfileikum fólks og því er haft að leiðarljósi að tækifæri nemenda og starfsmanna byggi á hæfileikum og færni hvers og eins. Aðilar skólasamfélagsins bera sameiginlega ábyrgð á því að skapa samfélag jafnréttis og réttlætis og hafa þeir jafnan rétt til að hafa áhrif á skólastarfið, stefnumótun og ákvarðanatöku. Kynjasamþættingar skal gætt við stefnumótunar- og áætlanagerð skólans.

Jafnréttis- og mannréttindaáætlun Grunnskólans á Hellu er hluti skólanámskrár og eru áhrif hennar og staða jafnréttismála metin reglulega, í viðhorfskönnunum meðal nemenda, forráðamanna og starfsmanna og í starfsmannasamtölum. Niðurstöður eru metnar og umbætur gerðar ef þörf krefur. Áætlunin er kynnt fyrir öllum þeim sem að skólastarfinu koma. Áætlunin er aðgengileg á heimasíðu skólans www.grhella.is

Jafnréttis- og mannréttindaáætlun Grunnskólans á Hellu tekur til allra þátta skólastarfsins.

Skólinn er ekki aðeins mennta- og uppeldisstofnun, hann er líka vinnustaður fullorðins fólks og á honum hvíla skyldur og ábyrgð gagnvart starfsfólki. Því skiptist áætlunin í tvo hluta, þ.e. fyrir nemendur og starfsmenn. Það má líta á áætlunina sem viljayfirlýsingu. Skólastjóri ber endanlega ábyrgð á henni en hann getur falið starfsmönnum að endurskoða hana og fylgja henni eftir. Árlega þarf að fara í gegnum áætlunina, uppfæra tölulegar upplýsingar og skipuleggja skólastarfið í samræmi við þau markmið sem sett hafa verið fram. Áætlunin er endurskoðuð í heild sinni á þriggja ára tímabili en árlega er unnin aðgerðaáætlun sem gildir fyrir skólaárið.

 • Í allri kennslu skal leitast við að beita fjölbreyttum kennsluháttum sem gagnast öllum.  Á þann hátt er komið til móts við mismunandi þroska einstaklinganna og getu hvers og eins.
 • Markvisst skal unnið gegn hvers kyns staðalímyndum um leið og jafnréttis er gætt í allri starfsemi skólans.
 • Nemendur eru hvattir til að sýna hver öðrum gagnkvæma virðingu og fordómaleysi.
 • Aðstaða nemenda til náms og annarrar starfsemi innan skólans þ.m.t. íþrótta- og tómstundastarfs skal vera jöfn óháð kyni, kynþætti, kynhneigð, trúarskoðunum eða uppruna.
 • Innan skólans skal tryggja nemendum jafnt aðgengi að upplýsingum um réttindi og skyldur þeirra og hið sama á við um tækifæri til náms- og framtíðarstarfa (sjá kafla í skólanámskrá um starfskynningu).
 • Kynferðisleg áreitni sem birst getur í mörgum myndum er ekki liðin í Grunnskólanum á Hellu.  Hér er átt við hvers konar orðfæri og samskipti  sem er niðurlægjandi.
 • Einelti er ekki liðið í Grunnskólanum á Hellu, sjá eineltisáætlun skólans.

Í samræmi við ákvæði laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008 skuldbindur skólinn sig til að fara eftir Jafnréttisáætlun Rangárþings ytra.

Stefnan skal kynnt öllu starfsfólki á hverju hausti og vera sýnileg á heimasíðu skólans. Skólastjóri ber ábyrgð á að Jafnréttisáætlunni sé framfylgt.

Að auki mun skólinn í samræmi við 22. gr. laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008 gera sérstakar ráðstafanir til að koma í veg fyrir að nemar verði fyrir kynbundinni eða kynferðislegri áreitni í skólanum. Starfsfólk skal þekkja einkenni kynferðislegrar áreitni og kynbundins ofbeldis og hvernig ber að bregðast við grun eða vissu um slíkt meðal nemenda skólans. Nemendum skal ætíð vera ljóst hver réttur þeirra er og hvert þeir geti leitað innan skólans komi slíkt upp.

Skólinn setur sér framkvæmdaáætlun hvert skólaár þar sem fram koma skýr og vel skilgreind markmið í samræmi við Jafnréttisáætlun Rangárþings ytra. Þar sé einnig árangursmat skýrt, eftirfylgni tryggð og ábyrgð ljós.

Í Grunnskólanum á Hellu er leitast við að ráða sem hæfasta starfsmenn sem uppfylla þær kröfur sem gerðar eru til starfs eins og kostur er á hverju sinni. Við ráðningar er tekið mið af Jafnréttisáætlun skólans og Jafnréttisáætlun Rangárþings ytra. Allir starfsmenn skólans eiga sömu möguleika til endurmenntunar og starfsþjálfunar. Jafnframt hafa þeir jöfn tækifæri til stöðuhækkana, stöðubreytinga og breytinga á vinnuaðstæðum. Launajafnrétti er fyrir jafnverðmæt og sambærileg störf.

Samskipti á vinnustaðnum grundvallast á gagnkvæmri virðingu, kurteisi og tillitssemi. Allir starfsmenn eiga rétt á að koma skoðunum sínum um framfæri og virðing er borin fyrir ólíkum skoðunum.

 • Leitast skal við að jafna eftir því sem kostur er hlutfall kvenna og karla í hinum ýmsu störfum innan skólans.  Kyn skal aldrei ráða launa- eða starfskjörum starfsmanna skólans.
 • Gæta skal jafnréttis við ráðningar starfsmanna og tilfærslur í starfi.  Starfsmenn skulu eiga sem jafnastan aðgang að því er talist geta hlunnindi og skulu möguleikar til tekjuöflunar vera jafnir.
 • Allir starfsmenn skulu eiga jafnan aðgang að starfsmenntun og þjálfun.  Í endurmenntunaráætlun skólans er tekið tillit til þessa og þess gætt að í boði séu námskeið sem hæfa öllum starfsmönnum.   
 • Kynferðisleg áreitni og einelti eru ekki liðin við Grunnskólann á Hellu í neinu formi.  Stjórnendur verða að tryggja að starfmenn verði ekki fyrir kynferðislegri áreitni né einelti m.a. með því að senda út skýr skilaboð um að slík hegðun sé ekki liðin og á henni tekið.
Go to top