Sjálfsmatsskýrsla 2015 - 2016

Verkáætlun um sjálfsmat 2014-2017 

Sjálfsmatsskýrsla 2014-2015

Sjálfsmatsskýrsla 2013-2014

Sjálfsmatsskýrsla 2012-2013

Sjálfsmatsskýrsla 2011 - 2012

Sjálfsmatsskýrsla 2010 - 2011

 

Innra mat – mat á skólastarfi 

- Að gera góðan skóla betri -

Í 36. gr. laga um grunnskóla nr. 91/2008 segir m.a.

"Hver grunnskóli metur með kerfisbundnum hætti árangur og gæði skólastarfs á grundvelli 35. gr. með virkri þátttöku starfsmanna, nemenda og foreldra eftir því sem við á".

Með mati á skólastarfi er verið að meta gæði skólastarfs með það að markmiði að bæta skólastarfið.  Safnað er  saman upplýsingum um ýmsa þætti skólastarfsins sem snerta m.a. kennslu, samskipti, námsárangur, námstíma, aga, stjórnun og líðan nemenda og starfsmanna. Kennarar og aðrir starfsmenn Grunnskólans á Hellu eru árlega virkir þátttakendur í að meta skólastarfið. Unnin er matsáætlun til fjögurra ára í senn sem er í stöðugri endurskoðun þ.e. hún getur hugsanlega tekið nokkrum breytingum á milli ára vegna nýrra áhersluatriða. Í matsáætluninni koma fram þau atriði sem áætlað er að meta hverju sinni, jafnt innra mat sem ytra mat.  Með innra mati er verið að tala um mat sem fer  alfarið fram innan vébanda skólans s.s. skoðanakannanir mælingar á líðan, námsárangri, skólabrag o.fl.  Með ytra mati er verið að tala um mat sem sem unnið er af utanaðkomandi aðilum s.s. samræmd könnunarpróf, Skólapúlsinn o.fl.  Á kennarafundi snemma á hverju skólaári er settur saman stýrihópur til þess að skipuleggja matsverkefnin og leiða vinnulag við þau.  Samin er vinnuáætlun og fundinn matsspurning fyrir  hvert matsverkefni sem borin er undir kennarafund.  Að verklega matsþættinum loknum vinna kennarar sameiginlega úr niðurstöðum og leggja drög að faglegum úrbótum sem. koma m.a fram í árlegri endurskoðun á skólanámskrá og skólahandbók.  Samin er matsskýrsla sem kynnt er á heimasíðu skólans.  Einnig eru matsniðurstöður kynntar á opnum fundum með foreldrum og skólayfirvöldum.   Metnaðarfullir kennarar og aðrir starfsmenn sem að skólamálum koma vilja stöðugt skoða störf sín og bæta.  Þetta er gert með það í huga að reyna að gera kennsluna skilvirkari og vellíðan nemenda meiri.

 

Starfandi matshópur:

 

Særún Sæmundsdóttir

Valgerður Sigurðardóttir

Anna Guðlaug Albertsdóttir

Sigurgeir Guðmundsson/Steinar Tómasson

 

 

 

 

 

Go to top