Skólahreysti

Skólahreysti hefur göngu sína í næstu viku en undanfarið hefur verið kallað eftir skráningum frá skólum landsins. Helluskóli ætlar að sjálfsögðu að taka þátt eins og undanfarin ár. Í gær var úrtaka hjá okkur þar sem allir keppendur lögðu sig fram og mátti sjá margar persónulegar bætingar. Það er fátt skemmtilegra og meira valdeflandi en að uppskera eins og maður sáir.

Í upphífingum og dýfum kepptu þeir Indriði, Nolan, Mikael, Bragi og Finnur.

Í armbeygjum og hreystigreip kepptu þær Lotta, Veronika, Kristín Birta, Unnur Edda, Julia og Sandra Daria.

Í hraðabraut kepptu þeir Kristinn Andri, Bragi, Mikael Máni, Unnur Edda, Veronika, Eldur Elí og Julia.

Niðurstöður liggja fyrir og það eru þau Indriði, Lotta, Kristinn Andri, Unnur Edda, Mikael Máni og Julia sem munu keppa fyrir okkar hönd í Skólahreysti þann 18. apríl næstkomandi.

  • Lotta keppir í armbeygjum og hreystigreip
  • Indriði keppir í upphífingum og dýfum
  • Kristinn Andri og Unnur Edda keppa í hraðabraut
  • Mikael Máni og Julia eru varamenn

Innilega til hamingju og gangi ykkur vel!

Á meðfylgjandi mynd má sjá mynd af liðinu og þjálfurum.

Þjálfarar eru Steini Darri og Eydís.

Nokkrar nýjar myndir komnar í Skólahreystialbúmið.

-EH