Páskaungar í 5. bekk

Nú í lok febrúar fengu nemendur 5. bekkjar 16 egg til útungunar. 

Eggjunum var komið fyrir í útungunarvél sem staðsett var í kennslustofu 5. bekkjar. Þegar unga á út eggjum þarf að snúa þeim reglulega og passa vel upp á að allt sé í lagi en útungartími eggja er um 21 dagur. Það var svo síðastliðinn mánudag að fyrsti unginn skreið úr egginu og í kjölfarið sjö til viðbótar. Nú er því aldeilis páskalegt í stofu 5. bekkjar þar sem þau njóta síðustu daganna fyrir páskafrí með alvöru páskaungum.  

Virkilega skemmtileg og lærdómsrík hefð hér við skólann okkar 

Hér má sjá fullt af skemmtilegum myndum af ungunum og ábyrgðarfullum nemendum 5. bekkjar.

-EH