Grunnskólinn Hellu

Haustferð unglinga 2017

Glæsilegur hópur unglingastigs skólans fór í tveggja daga Þórsmerkurferð sem tókst með ágætum.  Kosið var í nemendaráð skólans í ferðinni og eftirtaldir voru kosnir; Gunnar Páll, Birkir Hreimur, Joshua Andrew, Þröstur Fannar, Anna Margrét, María Björg og Helga Brynja.

 

Alþjóðadagur læsis / bókasafnsdagur

8. september var alþjóðadagur læsis og bókasafnsdagurinn. Nemendur og starfsfólk skólans hélt upp á það með því að lesa í 15 mínútur í síðasta tíma dagsins. Allir fengu bókamerki að gjöf frá bókasafninu.
Á myndunum má sjá nemendur 2. bekkjar niðursokkna í bækurnar.

 

Kim Kimselius rithöfundur í heimsókn

Rithöfundurinn Kim Kimselius frá Svíþjóð heimsótti 6.-10.b. í morgun og spjallaði við þau um bækurnar sínar. Krakkarnir fengu svo að spyrja hana út í skrif hennar og sköpuðust skemmtilegar umræður. Kim var ánægð með undirtektir og hrósaði þeim fyrir prúða framkomu.

1.bekkur haust 2017

Skólasetning

Flottur hópur sem er að byrja í fyrsta bekk.

 

 

 

  •  Start 
  •  Prev 
  •  Next 
  •  End 

Page 1 of 7

Go to top