Grunnskólinn Hellu

Kennaraþing föstud. 20. okt.

Föstudag 20. október verður kennaraþing og starfsdagur hjá öllum starfsmönnum skólans. Frí verður hjá nemendum þennan dag.

Grænmetisborð

Nýtt og glæsilegt grænmetisborð var tekið í notkun í skólanum okkar nýlega. Borðið er til mikillar hagræðingar gerir alla umgengni og geymslu grænmetisins mun betri. Á myndinni má sjá Þórhildi Lottu í 4. bekk og ekki annað að sjá en að hún sé ánægð með þetta allt saman.

Gróðursetning

Frábær dagur,  rúmlega 400 plöntur settar niður í Melaskóg. Krakkarnir hrikalega dugleg og sérfræðingar í gróðursetningu.

  •  Start 
  •  Prev 
  •  Next 
  •  End 

Page 1 of 9

Go to top