Grunnskólinn Hellu

Stóra upplestrarkeppnin, undanúrslit

Nemendur 7. bekkjar hafa æft sig stíft fyrir Stóru upplestrarkeppnina sem haldin verður á Hótel Kötlu fimmtudaginn 5. apríl. Okkar keppni var í dag og áttu dómarar í erfiðleikum með að velja 2 keppendur og 1 varamann sem fulltrúa bekkjarins í keppnina í Vík. Úrslit liggja fyrir og fulltrúar okkar eru Svava, Ásbjörn Óli og Gunnar sem varamaður. Óskum við þeim til hamingju og vegni þeim vel í framhaldinu

 

Bragi Valur spilar á celló

Bragi Valur hélt tónleika fyrir nokkra bekki. Takk fyrir það, mjóg flott.

Krummi í 1. bekk

Nemendur 1. bekkjar eru búnir að vera að læra um krumma í lestrarátakinu. Um daginn léku þau með skuggabrúðum og sungu vísurnar krumminn á skjánum og krumminn í hlíðinni fyrir foreldra sína. Þegar börnin komu inn eftir frímínútur þennan dag beið þeirra óvænn glaðningur, laupur, sem passar vel við lokin á þemanu um krummann.

 

Page 1 of 10

Go to top