Skógræktarsvæði skólans er austan við þorpið, norðan þjóðvegar. Þar hefur verið plantað frá árinu 1996. Heitir þar Melaskógur. Við höfum unnið að vistheimtarverkefni í samvinnu við Landvernd í mörg ár. Útikennsla hefur verið á stundatöflu skólans frá árinu 2007. Grunnskólinn á Hellu fékk Landgræðsluverðlaunin árið 2015. Skólinn hefur verið grænfánaskóli frá árinu 2008.