Bókasafn

Bókasafnið í Grunnskólanum á Hellu er starfrækt sem skólabókasafn og jafnframt sem almenningsbókasafn. Hlutverk bókasafnsins er að þjóna bæjarbúum og nærsveitamönnum, nemendum, kennurum og öðru starfsfólki skólans.

Almenningsopnun safnsins er sem hér segir:

Vetraropnun (1. september - 31. maí): mánudaga kl. 16:00 - 17:30 og fimmtudaga kl. 20:00 - 21:00.     

Sumaropnun (1. júní - 31. ágúst): fimmtudaga kl. 20:00 - 21:00. 

Bókasafnstafla           

Útlánstími bóka er almennt fjórar vikur nema á nýjum bókum, en útlanstími þeirra er aðeins ein vika. 

Allar bækur og annað efni í eigu safnsins er skráð í Gegni,  www.gegnir.is 

Safnkostur telur u.þ.b. 14.000 eintök, bækur, tímarit, myndbönd, snældur og geisladiska. Nokkuð gott handbókasafn er til staðar. Stærstur hluti bóka er keyptur inn í nóvember og desember ár hvert, en þar fyrir utan kaupir safnið inn þær bækur sem gefnar eru út á öðrum tímum ársins.  Forstöðumaður safnsins er Birta Huld Halldórsdóttir. Starfsmenn safnsins eru Birta Huld Halldórsdóttir, Hanna Valdís Guðjónsdóttir og Hjördís Pétursdóttir.

 Vinnuaðstaða er til staðar á safninu.

 Yfirmaður safnins er Kristín Sigfúsdóttir skólastjóri.

Forstöðumaður safnsins er Birta Huld Halldórsdóttir. 

Starfsmenn safnsins eru Birta Huld Halldórsdóttir og Hanna Valdís Guðjónsdóttir. 

Bókasafnið er bæði að finna á Facebook og Instagram: 

 Bókasafnið á facebook - Bókasafnið Hellu

 Bókasafnið á Instagram – bokasafnid.hellu