Gæsla

Gæsla

Þann tíma sem nemendur eru ekki í kennslustundum s.s. í frímínútum og í hádegishléi eru stuðningsfulltrúar og skólaliðar við gæslu í og við skólann. Sérstakir skólaliðar taka á móti nemendum við anddyri skólans á morgnana þ.e. ca. 15 mínútum áður en fyrsta kennslustund hefst. Stuðningsfulltrúar og skólaliðar annast einnig gæslu á skólalóð í frímínútum og stjórna þeir umgangi í forstofum og skólagöngum. Kennarar og annað starfsfólk annast nemendur í mötuneyti og þeim frítíma sem tengist hádegi. Skólaliðar annast umsjón með þeim nemendum sem þurfa að bíða eftir skólabílum í lok skóladags. Foreldrar er hvattir til að benda börnum sínum á mikilvægi þess að bíða eftir skólabíl og hverfa aldrei af skólalóð án leyfis. Einnig þurfa foreldrar að kenna börnum sínum að fara strax á skrifstofu skólans ef þeir missa einhverra hluta vegna af skólabílnum. Skólaliðar fylgjast með að allir heimaakstursnemendur skili sér í skólabílinn að loknum skóladegi.

 

Öryggismyndavélar:

Öryggismyndavélum hefur verið komið fyrir á fimm stöðum á göngum skólans auk tveggja á útisvæðum. Öryggismyndavélarnar eru hluti af gæslu- og öryggiskerfi skólans. Tilgangur með myndavélunum er fyrst og fremst að auka öryggi nemenda á skólatíma. Myndavélarnar eru tengdar við sérstaka tölvu, sem geymir upptökur í tvær vikur. Aðeins skólastjórnendur hafa aðgang að upptökunum og eru þær einungis skoðaðar ef upp koma alvarleg atvik s.s. ofbeldi, einelti, skemmdarverk eða önnur atvik sem verður að upplýsa. Öryggismyndavélarnar eru einnig hluti af þjófavarnarkerfi skólans.