- Að gera góðan skóla betri -
Í 36. gr. laga um grunnskóla nr. 91/2008 segir m.a.
"Hver grunnskóli metur með kerfisbundnum hætti árangur og gæði skólastarfs á grundvelli 35. gr. með virkri þátttöku starfsmanna, nemenda og foreldra eftir því sem við á".
Með innra mati er verið að meta gæði með það að markmiði að bæta skólastarfið. Safnað er saman upplýsingum um ýmsa þætti sem snerta m.a. kennslu, samskipti, námsárangur, aga, stjórnun og líðan nemenda og starfsmanna.
Kennarar og aðrir starfsmenn Grunnskólans á Hellu eru árlega virkir þátttakendur í að meta skólastarfið. Unnin er matsáætlun til fjögurra ára í senn sem er í stöðugri endurskoðun.
Innra mat fer alfarið fram innan vébanda skólans í formi mismunandi funda eða samtala sem eiga sér stað innan starfsmannahópsins sem og í samtali við nemendur. Skólinn nýtir sér m.a. niðurstöður ytra mats til umbóta, s.s. samræmd könnunarpróf, niðurstöður Skólapúlsins og ekki síst úttekt Menntamálaráðuneytisins frá árinu 2017.
Á kennarafundi snemma á hverju skólaári er settur saman stýrihópur til þess að skipuleggja matsverkefnin og leiða vinnulag við þau til að svara eftirfarandi sex matsspurningum.
Samin er matsskýrsla sem er aðgengileg á heimasíðu skólans. Metnaðarfullir kennarar og aðrir starfsmenn sem að skólamálum koma vilja stöðugt skoða störf sín og bæta. Þetta er gert með það í huga að reyna að gera kennsluna skilvirkari og vellíðan nemenda meiri.
Matshóp skólaársins 2021-2022 skipa:
Kristín Sigfúsdóttir
Kristinn Ingi Austmar Guðnason
Hrafnhildur Valgarðsdóttir
Björk Atkins Steingrímsdóttir
Muhammad Azfar
Krækjur á:
Innra mats skýrsla 2016-2017
Innra mats skýrsla 2017-2018
Innra mats skýrsla 2018-2019
Innra mats skýrsla 2019-2020 (klára)
Umbóta áætlun 2019-2020
Umbóta áætlun 2020-2021
Umbótaáætlun 2021-2022
Umbótaáætlun 2023-2024
Verkáætlun 2020-2024 (klára)
Sjálfsmatsskýrsla 2018-2019
Sjálfsmatsskýrsla 2019-2020
Sjálfsmatsskýrsla 2022-2023