10 ára afmælishátíð Bæjarhellunnar

Í síðustu viku var Bæjarhellan haldin í 10 sinn og að sjálfsögðu var þeim áfanga fagnað með afmælissöng, súkkulaðiköku og blöðrum.

Markaðsdagurinn var haldinn fimmtudaginn 29. febrúar en þar mætti fjöldinn allur af fólki. Í þeim hópi mátti einmitt sjá þó nokkur andlit fyrrum nemenda Helluskóla sem flest eru sammála um að Bæjarhellan hefur snert hjarta þeirra og er eitt af þeim verkefnum sem stendur upp úr á þeirra skólagöngu.

Öll fáumst við við óhefðbundin verkefni þá daga sem Bæjarhellan er starfrækt. Nemendur sem eiga erfitt með hefðbundið nám hreinlega blómstra og gleðin skín úr augum þeirra. Þegar maður sér gleðina og samheldnina, þá eldri hjálpa þeim yngri og lausnaleitina og vináttuna í okkar flotta hópi þá verður öll vinnan þess virði.

Við erum afar stolt af þessu flotta verkefni okkar sem vekur athygli allra þeirra sem af því heyra. 

Hér má sjá myndir frá Bæjarhellunni

-EH