Birta hefur lesið bókina „Blokkin á heimsenda“ fyrir 6.bekk og þau hafa unnið nokkur verkefni tengd bókinni. Í dag áttu þau að kynna sér nokkur gefin orð á táknmáli og gera stutt myndband.
Hér koma nokkur myndbönd
Dröfn hefur aldrei hitt ömmu sína svo að óvænt ferðalag á afskekktu eyjuna hennar hljómar spennandi. En ferðin verður fljótlega dálítið skrýtin. Hvernig er hægt að þola svona takmarkað samband við umheiminn? Búa allir furðufuglarnir á eyjunni virkilega í einni blokk? Og er mögulegt að einhver í blokkinni vilji Dröfn og fjölskyldu hennar illt?
...."Samheldnin í blokkinni er áberandi stef, til dæmis kunna allir íbúar hennar táknmál sem þeir lærðu eftir að heyrnarlausar tvíburasystur fæddust á eyjunni."
Blokkin á heimsenda hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin 2020 og Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur 2020 og var að mati dómnefndar bæði grípandi og gamansöm.
Útskálum 6-8 Sími á skrifstofu: 4887020 Netfang: grhella@grhella.is |
Skrifstofa skólans er opin á skólatíma
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 488 7020 / grhella@grhella.is / mentor.is
Fyrir leyfi til lengri tíma þarf sérstakt leyfi frá skólastjórnendum: Umsóknareyðublað