Miðvikudaginn 13. mars fóru nemendur 2. bekkjar með Lovísu á skóladagheimilinu í heimsókn til Brynju í Jurtina. Heimsóknin þótti skemmtileg og forvitnileg og fengu börnin að skoða tjaldið og leika saman í garðinum í kring. Rúsínan í pylsuendanum var þegar Björk, systir Brynju, kom með rokkinn sinn en börnin öll fengu að prufa að spinna band með gamla laginu.
Takk kærlega fyrir okkur Brynja og Björk.
Myndir segja meira en mörg orð en hér má finna smá myndasyrpu frá heimsókninni.
-EH
Útskálum 6-8 Sími á skrifstofu: 4887020 Netfang: grhella@grhella.is |
Skrifstofa skólans er opin á skólatíma
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 488 7020 / grhella@grhella.is / mentor.is
Fyrir leyfi til lengri tíma þarf sérstakt leyfi frá skólastjórnendum: Umsóknareyðublað