4. bekkur við hjartað

Nemendur 4. bekkjar fóru ásamt Vigdísi kennara sínum að fallega hjarta okkar Hellubúa á fyrsta skóladegi nýs árs. Bekkurinn sendir Hellubúum öllum hugheilar nýárskveðjur.

Starfsmenn og nemendur skólans eru sammála um að hjartað sé fallegt, lífgi upp á hversdaginn og vonum við svo sannarlega að það sé komið til að vera.