Ævintýraleg stjörnuskoðun á Hótel Rangá

Nemendur 5. bekkjar áttu ógleymanlega kvöldstund á Hótel Rangá þriðjudaginn 11. mars þegar þau voru boðin í spennandi stjörnuskoðun. Í frábæru stjörnubjörtu veðri fengu nemendur tækifæri til að skoða himintunglin í gegnum öflugan stjörnusjónauka hótelsins.

Börnin skoðuðu Venus og tunglið, auk fjölda annarra stjarna. Eftir stjörnuskoðunina bauð starfsfólk hótelsins upp á heitt súkkulaði sem yljaði krökkunum vel eftir útiveruna.

Þetta var einstaklega vel heppnuð heimsókn sem tengdi saman skemmtun og fræðslu á eftirminnilegan hátt.

Hér má sjá myndir frá stjörnuskoðuninni