Nemendur 5. bekkjar áttu ógleymanlega kvöldstund á Hótel Rangá þriðjudaginn 11. mars þegar þau voru boðin í spennandi stjörnuskoðun. Í frábæru stjörnubjörtu veðri fengu nemendur tækifæri til að skoða himintunglin í gegnum öflugan stjörnusjónauka hótelsins.
Börnin skoðuðu Venus og tunglið, auk fjölda annarra stjarna. Eftir stjörnuskoðunina bauð starfsfólk hótelsins upp á heitt súkkulaði sem yljaði krökkunum vel eftir útiveruna.
Þetta var einstaklega vel heppnuð heimsókn sem tengdi saman skemmtun og fræðslu á eftirminnilegan hátt.
Útskálum 6-8 Sími á skrifstofu: 4887020 Netfang: grhella@grhella.is |
Skrifstofa skólans er opin á skólatíma
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 488 7020 / grhella@grhella.is / mentor.is
Fyrir leyfi til lengri tíma þarf sérstakt leyfi frá skólastjórnendum: Umsóknareyðublað