Í haust hafa nokkrir nemendur 3. bekkjar verið í tónmennt hjá Valgerði á miðvikudögum. Í þessum tímum hafa þau kynnst afrískri tónlist m.a. takti, söngvum, hljóðfærum, tónlistarfólki og hljóðfæragerð.
Efnið var nálgast á fjölbreyttan hátt. Þau spreyttu sig á keðjusöng, spili á píanó, tréspili og trommuhringjum og hrekkjavökutakti. Hvað hljóðfæragerðina varðar þá útbjuggu nemendur blöðrutrommur og hristur frá grunni í tónmenntartímunum. Hópurinn fékk einnig að fara í smíði til Fúsa en þar bjuggu þau til kalimbur eða þumalfingurspíanó sem eru þó nokkuð notuð í afrískri tónlist. Í síðasta tíma haustannarinnar tóku þau hljóðfærin með sér heim.
Á meðfylgjandi mynd má sjá þau Helga Tómas, Agötu, Bjarna, Ísabellu Björk og Herdísi Rut með hljóðfærin sín.
Útskálum 6-8 Sími á skrifstofu: 4887020 Netfang: grhella@grhella.is |
Skrifstofa skólans er opin á skólatíma
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 488 7020 / grhella@grhella.is / mentor.is
Fyrir leyfi til lengri tíma þarf sérstakt leyfi frá skólastjórnendum: Umsóknareyðublað