Bæjarráð Bæjarhellunnar í desember 2024

Bæjarráð Bæjarhellunnar er skipað nemendum úr 8. - 10. bekk. Nú sitja í ráðinu þau Bryndís og Indriði 10.bekk, Emilija 9. bekk og Martyna og Viðar 8. bekk. Bæjarráð hefur valið sér bæjarstjóra, Bryndísi Önnu. Hlutverk bæjarráðs er meðal annars að koma að hönnun gjaldmiðils Bæjarhellunnar, kynna fyrirkomulag starfsstöðva fyrir nemendum sem í boði verða og fleira. 

Bæjarhellan verður dagana 16. - 19. desember sem eru síðustu dagar fyrir jólafrí. Þemað verður því jólatengt en einkunnarorð Bæjarhellunnar að þessu sinni eru G-in þrjú

-->  Gleði - Gjafmildi - Góðmennska

Ef einhverjir foreldrar vilja bjóða fram krafta sína á Bæjarhellunni þetta árið þá þiggjum við það með þökkum.

Á meðfylgjandi mynd má sjá okkur í bæjarráði, á myndina vantar Martynu.