Miðað við upplýsingasíðu Vegagerðinnar fara vindkviður enn upp í um 26m á sekúndu á okkar svæði og á það að vera þannig vel fram eftir morgni. Skólabílarnir aka því ekki í dag.
Við höfum því ákveðið að fresta dagskrá dagsins fram yfir áramót. Skólinn verður þó opinn fyrir þá sem vilja nýta sér það á milli kl. 10:00-12:00.
Við minnum á að kíkja á heimasíðu skólans, þar er búið að setja inn töluvert efni frá skólastarfinu í desember.
Starfsfólk skólans óskar ykkur gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.
Útskálum 6-8 Sími á skrifstofu: 4887020 Netfang: grhella@grhella.is |
Skrifstofa skólans er opin á skólatíma
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 488 7020 / grhella@grhella.is / mentor.is
Fyrir leyfi til lengri tíma þarf sérstakt leyfi frá skólastjórnendum: Umsóknareyðublað