Miðvikudaginn 8. nóvember var baráttudagur gegn einelti og var umræða tekin um einelti í öllum bekkjum skólans. Til viðbótar við umræðu inni í bekk ákváðu vinabekkirnir 2. og 7. bekkur að hittast og föndra saman falleg vinabönd, sem og 3. og 8. bekkur.
Á meðan nemendur hjálpuðust að við að útbúa vinaböndin tóku þrír nemendur 7. bekkjar sig til og lásu fyrir yngri nemendurna. Virkilega fallegt og vel heppnað verkefni sem verður án efa endurtekið að ári.
Á meðfylgjandi mynd má sjá samvinnu vinabekkjanna. Fleiri myndir má sjá hér:
Útskálum 6-8 Sími á skrifstofu: 4887020 Netfang: grhella@grhella.is |
Skrifstofa skólans er opin á skólatíma
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 488 7020 / grhella@grhella.is / mentor.is
Fyrir leyfi til lengri tíma þarf sérstakt leyfi frá skólastjórnendum: Umsóknareyðublað