Öllum börnum í 2. bekk á landinu var boðið að taka þátt í listviðburði tengdum degi íslenskrar tungu með því að túlka nokkur skrýtin og skemmtileg íslensk orð. Börnin á Hellu teiknuðu myndir af orðunum hrákadallsleysi, spjótaglansasmjör, heiðhvolfsbelgur, köngurvofa, salúnsvefnaðarsessa, duflabani, tómarúmsþéttir, jagtarkoppur og greppitrýn. Þess má geta að myndirnar þeirra verða til sýnis á hátíðinni sem haldin verður í Gamla bíói í Reykjavík á morgun laugardaginn 16. nóvember og hefst hún kl.15:30.
Útskálum 6-8 Sími á skrifstofu: 4887020 Netfang: grhella@grhella.is |
Skrifstofa skólans er opin á skólatíma
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 488 7020 / grhella@grhella.is / mentor.is
Fyrir leyfi til lengri tíma þarf sérstakt leyfi frá skólastjórnendum: Umsóknareyðublað