Danssýning

Í framhaldi af vel heppnaðri og skemmtilegri dansviku verður sett saman danssýning á morgun, föstudaginn 17.janúar, þar sem allir nemendur skólans munu sýna. Af því tilefni verður foreldrum og öðrum aðstandendum boðið að koma og sjá sýninguna sem verður frá klukkan 11-12 í íþróttahúsinu á Hellu.

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.