Danssýning 17. janúar klukkan 11:00-12:00

Nú fer dansvikunni að ljúka. Hún hefur gengið mjög vel og erum við öll í skýjunum yfir gleðinni sem henni hefur fylgt.

Á morgun, föstudag verður danssýning kl. 11:00-12:00 þar sem allir bekkir sýna dansa. Allir eru að sjálfsögðu velkomnir.

Silja danskennari óskar eftir að nemendur í 3.-10. bekk komi með smá "propps" ef þeir mögulega geta, sjá hér að neðan:

3. bekkur: Sólgleraugu
4. bekkur: Hvítt að ofan
5. og 6.b.: Allt svart
7.-10.b. bekkur: Stelpur: Gallabuxur og hvítt að ofan. Strákar: Gallabuxur og svart að ofan

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest