Dagana 15. - 19. janúar var dansvika í skólanum okkar. Elín danskennari hefur komið til okkar undanfarin 11 ár og kennir öllum bekkjum skólans dans alla daga vikunnar. Klukkan 11:00 á föstudag mátti svo sjá afrakstur kennslunnar þegar haldin var danssýning í íþróttahúsinu fyrir aðstandendur. Það var gaman að sjá hversu margir sáu sér fært að mæta og enn skemmtilegra að sjá hversu mikið börnin höfðu lært í vikunni. Öll stóðu þau sig með stakri prýði.
Útskálum 6-8 Sími á skrifstofu: 4887020 Netfang: grhella@grhella.is |
Skrifstofa skólans er opin á skólatíma
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 488 7020 / grhella@grhella.is / mentor.is
Fyrir leyfi til lengri tíma þarf sérstakt leyfi frá skólastjórnendum: Umsóknareyðublað