Það var heldur betur glatt á hjalla í eðlisfræðitíma hjá 10. bekk í morgun þegar Azfar var að kenna nemendum bekkjarins hugtakið "undirþrýstingur".
Brynja Atkins fékk það hlutverk að fara ofan í svartan ruslapoka á meðan hlutverk samnemenda hennar var að koma stút af ryksugu fyrir ofan í pokanum og kveikja á henni. Þetta góða samstarf skilaði þeim svo þessum fína undirþrýsingi ofaní pokanum. Held að það sé óhætt að fullyrða að nemendurnir sem tóku þátt í tilrauninni muni seint gleyma hugtakinu "undirþrýstingur" og þetta verður svo sannarlega ein af góðu minningum grunnskólagöngunnar.
Á myndinni má sjá Brynju ofaní pokanum áður en ryksugan er sett af stað og svo eftir að kveikt var á henni :)
Útskálum 6-8 Sími á skrifstofu: 4887020 Netfang: grhella@grhella.is |
Skrifstofa skólans er opin á skólatíma
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 488 7020 / grhella@grhella.is / mentor.is
Fyrir leyfi til lengri tíma þarf sérstakt leyfi frá skólastjórnendum: Umsóknareyðublað