Karen Eva skólahjúkrunarfræðingur fór inn í 6. og 10. bekk í liðinni viku og fræddi nemendur um endurlífgun. Fræðslan fjallaði um mikilvægi þess að temja sér rétt viðbrögð við hjartastoppi en þau felast m.a. í því að kanna áreiti, hringja á hjálp, opna öndunarveg og athuga með öndun og loks hjartahnoð. Farið var í hvern lið og endað á verklegri æfingu með þar til gerðum æfingadúkkum.
Þessi fræðsla kallast Börnin bjarga og er liður í fræðslu skólahjúkrunarfræðinga á vegum heilsugæslu. Fræðslan byggir á tilmælum Evrópska endurlífgunarráðsins sem hefur hvatt allar þjóðir til þess að taka upp endurlífgunarkennslu fyrir grunnskólanema, 12 ára og eldri. Rannsóknir hafa sýnt að slík kennsla getur þrefaldað þátttöku vitna í endurlífgun og tvöfaldað lífslíkur. Til mikils er að vinna í ljósi þess að einungis þriðjungur fólks, í hinum vestræna heimi, treystir sér til þess að hefja endurlífgun.
Á vefsíðu Rauða krossins www.skyndihjálp.is er m.a. hægt að taka 2ja klst. ókeypis vefnámskeið í skyndihjálp sem við mælum eindregið með að allir gefi sér tíma til þess að taka, sem og auðvitað að fara reglulega á námskeið til þess að læra eða halda við verklegri þjálfun.
Hér má sjá myndir frá fræðslunni
Útskálum 6-8 Sími á skrifstofu: 4887020 Netfang: grhella@grhella.is |
Skrifstofa skólans er opin á skólatíma
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 488 7020 / grhella@grhella.is / mentor.is
Fyrir leyfi til lengri tíma þarf sérstakt leyfi frá skólastjórnendum: Umsóknareyðublað