Áhugaverð og fræðandi heimsókn frá lögreglu

Miðvikudaginn 20. mars komu þau Sólrún og Ellert frá Lögreglunni á Suðurlandi í heimsókn og hittu nemendur í 9. og 10. bekk. Þau sögðu þeim frá störfum lögreglunnar og voru með fræðslu um ýmislegt er viðkemur lögum og reglum í landinu. Þau áttu gott spjall við nemendur um eitt og annað sem krakkarnir vildu fræðast um. Virkilega  skemmtileg og fróðleg heimsókn og þökkum við lögreglunni kærlega fyrir komuna.

-EH