4. bekkur les fyrir 1. bekk

Á dögunum ákvað 4. bekkur að slá tvær flugur í einu höggi þ.e. að æfa sig í upplestri og gleðja nemendur 1. bekkjar í leiðinni. Á degi íslenskrar tungu var bekknum skipt í hópa, hóparnir fengu því næst bækur á bókasafninu og fóru í framhaldinu inn í 1. bekk og æfðu sig að lesa hátt og skýrt, ásamt því að sýna nemendum 1. bekkjar myndir. Var þetta liður í því að þjálfa nemendur fyrir Litlu upplestrarkeppnina. Uppbrotið þótti  lærdómsrík og skemmtilegt og er stefnt að því að endurtaka leikinn seinna í vetur,

Hér má sjá myndir af 4. bekk lesa fyrir 1. bekk