Fanney Hrund rithöfundur í heimsókn

Á morgun, 16. nóvember er Dagur íslenskrar tungu. Í tilefni þess fengum við rithöfundinn Fanneyju Hrund Hilmarsdóttur í heimsókn. Fanney Hrund býr í Rangárþingi ytra og er frábær fyrirmynd fyrir börnin okkar. Hún sýndi okkur meðal annars myndir og sagði frá ferðalögum sem hún fór í út um allan heim til að finna hugmyndir í sögurnar sínar. Fyrsta bók Fanneyjar kom út árið 2021 og heitir Fríríkið. Árið 2023 gaf hún út bókina Dreim sem er fyrsta bókin í þriggja bóka seríu. 

Nemendur og starfsfólk tóku vel á móti henni og við reiknum með að erfitt verði að nálgast þessar tvær bækur á bókasafninu á næstunni :)

Takk kærlega fyrir okkur Fanney, við bíðum spennt eftir næstu bók.

Hér má sjá myndir frá heimsókninni