Á dögunum bættist ný ScanNCut vél við tækjakost Grunnskólans á Hellu, vélin var gjöf frá Hótel Rangá. Gjöfin er þakklætisvottur fyrir framlag nemenda sem taka þátt í svokölluðu jólapokavali og eru í lykilhlutverki við gerð pokanna. Á síðasta ári afhentu þau um 400 handgerða poka til hótelsins, sem nýttir voru undir jólagjafir til gesta
Samstarf Hótel Rangár og Grunnskólans á Hellu hefur verið farsælt um árabil og er gott dæmi um hvernig skóli og fyrirtæki geta unnið saman að gefandi verkefnum.
ScanNCut vélin er kærkomin viðbót við tæknibúnað skólans og mun nýtast vel í ýmsum verkefnum. Vélin býður upp á fjölbreytta möguleika í hönnun og sköpun, sem nemendur munu án efa nýta sér í komandi verkefnum.
Skólinn er þakklátur fyrir rausnarlega gjöf Hótel Rangár og hlakkar til áframhaldandi samstarfs.
Takk fyrir okkur Hótel Rangá
Útskálum 6-8 Sími á skrifstofu: 4887020 Netfang: grhella@grhella.is |
Skrifstofa skólans er opin á skólatíma
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 488 7020 / grhella@grhella.is / mentor.is
Fyrir leyfi til lengri tíma þarf sérstakt leyfi frá skólastjórnendum: Umsóknareyðublað