Þann 16. október var haldinn menningardagur í skólanum. Allir nemendur frá 1.-10. bekk teiknuðu hönd sína á blað og lituðu sinn fána sem táknaði tungumálið sem þeir tala. Sumir tala fleiri en eitt tungumál og máttu þeir nemendur velja sína útfærslu eins og þeir vildu. Elva Björk þæfði fyrir okkur jörðina sem er þvílíkt listaverk og þökkum við henni kærlega fyrir það.
Julia og Sandra Daria fengu síðan það hlutverk að setja saman listaverkið umhverfis jörðina upp á vegg.
Það er samdóma álit okkar allra að mjög vel hafi tekist til og listaverkið mikið prýði. Það má með sanni segja að skólinn okkar sé fjölmenningarlegur skóli.