Flautukynning í söngstund

Í söngstund í dag fengu nemendur 1. - 4. bekkjar að kynnast hinum ýmsu flautum.

Það voru þau Daníel Elmar 3. bekk, Kristín skólastjóri, Rahila Sara 5. bekk og Daníel Breki 4. bekk sem kynntu hjóðfærin fyrir nemendum. Áhuginn var mikill og það þótti áhugavert hvað hljóðin frá flautunum voru ólík. 

Á meðfylgjandi mynd má sjá  hlóðfæraleikarana fjóra spila á flauturnar sínar.