Foreldrar eru mikilvægir í skólastarfinu okkar.

Á hátíðardegi Jólahellunnar munu þau Brynja María 3.b, Ída María 4.b, Hilmar Þór 4.b, Helga Björk 5.b, Jökull Orri 5.b, Emilía Guðbjörg 6.b, Halldór Darri 6.b, Unnur Edda 10.b, Mikael Máni 10.b og Maggý 10.b, sem öll stunda píanónám í Tónlistarskóla Rangæinga leyfa okkur að njóta notalegra tóna. Kemur þetta til að frumkvæði foreldris við skólann en foreldraframtak sem þetta er okkur dýrmætt. Við hvetjum aðra foreldra til að viðra hugmyndir sínar við okkur í Bæjarráði og taka þannig þátt í Jólahellunni 2024.

Skoðum allar hugmyndir með opnum jákvæðum huga.